SPRON grefur sér gröf

SPRON var vin í eyðimörk græðgisvæðingar fjármálafyrirtækja þangað til í gær þegar stofnfjáreigendur samþykktu að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Sérstaða SPRON hefur verið að standa utan við braskið á hlutabréfamarkaði og valdabrölt stórfursta fjármálalífsins. Orðspor sparisjóðsins síðari ár hefur byggst á þessari sérstöðu.

Stjórn SPRON og ráðandi stofnfjáreigendur reyna að telja almenningi trú um að sparisjóðurinn verði jafn og samur háeffaður og hann áður var. Það mun ekki ganga fram. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er of lítill til að réttnefnt almenningshlutafélag fái starfað þar, að ekki sé talað um ef félagið er í almennri fjármálaþjónustu. Þar hafa risarnir skipt með sér markaðnum. SPRON mun ekki lengi standa sjálfstæður. Áður en varir verður sparisjóðurinn að hjáleigu Glitnis, Kaupþings eða Landsbankans, þótt lífi verði sjálfsagt haldið í vörumerkinu á meðan það er einhvers virði.

Stofnfjáreigendur munu leysa til sín myndarlegan hagnað en starfsfólki verður fækkað með lokun útibúa og hagræðingu. Almenningur mun sitja uppi með færri valkosti og lélegri þjónustu þegar fram í sækir.


mbl.is SPRON verður hlutafélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég leyfi mér að spá því að tíminn muni leiða það í ljós að allt sem þú bentir á sé á rökum reist.

Árni Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband