Ögmundur og Steingrímur deila um ESB-svik VG

VG gekk til kosninganna 2009 með þá skýru og ótvíræðu stefnu að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Þessi stefna var ráðandi allt frá stofnun flokksins um aldamótin.

Forysta VG sveik kjósendur sína með því að samþykkja að ríkisstjórn þessara tveggja flokka skyldi standa að ESB-umsókn. Í meginatriðum eru tvær frásagnir af svikum forystu VG. Fyrri útgáfan er að Árni Þór Sigurðsson hafi í umboði Steingríms J. plantað dulkóðaðan texta í flokkssamþykkt fyrir kosningar sem mátti eftir kosningar skilja þannig að heimild væri fyrir ESB-umsókninni þótt útgefin stefna flokksins segði annað.  

Seinni útgáfan af svikum VG í ESB-málinu er að Ögmundur Jónasson hafi samið við góðvin sinn í Samfylkingu, Össur Skarphéðinsson, um svíkja kjósendur og stefnu flokksins.

Steingrímur J. og mentor hans, Svavar Gestsson, halda fram júdasarhlut Ögmundar sem aftur ber af sér sakir og telur svikaþátt Steingríms J. vantalinn.

Sannleikurinn er sá að báðir sviku, Ögmundur og Steingrímur J. Ögmundur og Össur gerðu með sér samkomulag löngu fyrir kosningarnar og Árni Þór í umboði Steingríms J. setti saman dulkóðaðan texta í flokkssamþykkt fyrir áramót 2008/2009 sem notaður var til að réttlæta svikin við stjórnarmyndunina í apríl.

VG er tíu prósent flokkur eftir ESB-svikin enda brotnaði trúverðugleiki mélinu smærra. Róttækur flokkur án trúverðugleika í prinsippmáli er einfaldlega ekki á vetur setjandi. Valið sem VG stendur frammi fyrir er að sameinast Samfylkingu eða lognast útaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eru ekki viðurlög við slíku athæfi,að dulkóða texta,? Ég opnaði fyrir Útv. Sögu milli ellefu og tólf í morgun,heyrðist að Svandís hefði fengið stuðning við að setja þJórsárvirkjun í bið,með því að VG. samþykkti umsókn um ESB. Skaðinn sem þetta fólk hefur valdið er umtalsverður. Síðar um kvöldið hlustaði ég á gasprið í Ólafi Ísleifs ( á sömu stöð),bisnast yfir skömm þjóðarinnar að sækja um aðild og stoppa síðan viðræður,sem mig raunar minnir að Jóhönnustjórn hafi átt frumkvæði að. Páll var virkilega góður í andmælum sínum,en það sem ég held að hundruð annara Esb-andstæðinga,vilji að upplýsist svo eftir verði tekið er,;, að áframhald á því sem frá var horfið í svokallaðri samningagerð er ekkert nema upptaka reglna sem eru í Stjórnarskra Esb. Lissabon sáttmálanum. þar með væri íslenskt fullvalda ríki liðið undir lok,með andstyggilegum svikum og prettum. Ég heyri enn þá kvakið í Jóhönnu varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar búið væri að innleiða reglugerðir,ekki beint blíðmælgin,,í tilkynningunni um að atkvæðagreiðslan væri ekki bindandi. Esb tilkynnir að umsókn ríkis í Esb. þýði að það og þá meirihluti þjóðarinnar vilji inn í sambandið. Hvenær samþykkti þjóðin það? Var stjórn Jóhönnu ekki umboðslaus,? Þakka fyrir að Þetta villta tryllta Samfylkingarstóð,sem vildi dæma alla í grjótið sem þau unnu með,er réttvísin að ná til.

Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2013 kl. 08:08

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þegar Vg lognast útaf má méð réttu segja að farið hafi fé betra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.12.2013 kl. 09:14

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Hvað er svona skelfilegt við að sækja um aðild að ESB og láta reyna á hvaða samning hægt er að ná. Senda hann síðan til þjóðarinnar til að taka ákvörðun um framhaldið?

 Af hverju er barist með kjafti og klóm til að koma í veg fyrir það?  

Tryggvi L. Skjaldarson, 31.12.2013 kl. 09:48

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er ágætis greining hjá þér Páll.  Alla vega ertu hættur að dásama Katrínu Jakobs, sem er fínt.  Enda Katrín tækifærissinni sem hefur fleytt sér á innihaldslausum frösum og reynt að fela eigin getuleysi.  En verkin sýna merkin.  Með þeim og stuðningi við óhæfuverk Steingríms J. mun hún vegin og léttvæg fundin.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.12.2013 kl. 13:31

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það skelfilega við það að sækja um aðild að ESB er það að við þurfum ekki að eyða mörgum milljörðum í að komast að því hvort að þetta bandalag henti okkur eður ei, það er enginn samningur í boði eitthvað sem allir ættu að vita en það er ótrúlegt hvað esb sinnar streytast á móti þessari staðreynd.

"Samningurinn" hljóðar upp á regluverk ESB í heild sinni eins og það er og mun verða í framtíðinni, eins og ESB segir sjált það eru engar undanþágur frá reglum ESB, þetta kemur beint úr ranni m.a. stækkunarstjóra ESB.

Við þurfum fyrst að ákveða okkur hvort við viljum í sambandið áður en við sækjum um þar sem umsóknarferlið er aðlögun að reglum sambandsins, flóknara er það ekki, þar er regluverkið innleitt og samið um hversu langan tíma við fáum til að taka upp þær reglur ESB sem ekki er hægt að innleiða strax. 

Við í raun vitum það nú þegar að meirihluti Íslendinga vill ekki í ESB, flóknara er það ekki og því engin ástæða til að vera eyða tíma og pening í þetta. 

Halldór Björgvin Jóhannsson, 31.12.2013 kl. 14:14

6 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Samfylkingin gekk til kosninganna 2007 með þá skýru og ótvíræðu stefnu að Íslandi væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess. Þessi stefna var ráðandi allt frá stofnun flokksins.

Forysta Samfylkingarinnar sveik kjósendur sína með því að samþykkja að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks skyldi ekki standa að ESB-umsókn.

Helgi Viðar Hilmarsson, 31.12.2013 kl. 16:27

7 Smámynd: Elle_

Algerlega sammála Jóhannesi um Katrínu.  Hún er einn falskur orðaflaumur og ekki að marka eitt einasta orð frekar en frá Steingrími.  Og var alltaf óþarfi að hæla henni.

Elle_, 1.1.2014 kl. 02:47

8 Smámynd: Elle_

Og hárrétt hjá Halldóri alveg til enda.

Elle_, 1.1.2014 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband