ESB-reglur eru dauða höndin

Evrópusambandið er tilraun dæmd til að mistakast. Þjóðfélagstilraun sem gengur út að að staðla fjölbreytileika, gelda frumkvæði og fletja út sérkenni getur ekki heppnast.

Bannið á dönsku kanilsnúðana er aðeins lítið dæmi um ofurtrú embættismanna í Brussel að þeir einir kunni uppskriftina að heilbrigði og hamingju almennings.

Áður en dauða hönd Brussel eykur úr hófi vansæld og eymd almenningi í Evrópu munu þjóðir sambandsins gera uppreisn gegn skrifræðinu.

 

 


mbl.is Kanilsnúðarnir í hættu í Danmörku?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég ætla að bíða með athugasemd þar til Jón frímann kemur með sitt. Hann fær nefnilega þ.e. mjög líklega borgað fyrir sín komment í þágu ESB sinna.

Valdimar Samúelsson, 27.12.2013 kl. 19:46

2 Smámynd: Elle_

Getur það verið?  Nei, fólk fær ekki borgað fyrir bull og þráhyggju.  Mútur fyrir lygar er annað mál.

Elle_, 27.12.2013 kl. 21:26

3 identicon

Hvað ef ég sagði ykkur að Bandaríkjamenn bönnuðu þetta fyrir 59 árum eða svo?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.12.2013 kl. 21:39

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

haha - Elle og Valdimar - hver borgar ykkur fyrir bull og þráhyggju?

Rafn Guðmundsson, 27.12.2013 kl. 21:40

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Elfar meinar þú að svona áróður sé bannaður í meríku. Hann er nefnilega bannaðu hér líka samkvæmt hegningalögunum kafla X  Það væri gaman ef þú hefðir slóð á lögin sem banna svipaðan áróður og þessir ESB sinnar eru með.  

Valdimar Samúelsson, 27.12.2013 kl. 21:46

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Rafn ég vinn fyrir þjóð mína frítt og ver hana fyrir landráðamönnum. Það er bara skilda hvers og eins annars er hann þeir meðsekir landráðamönnunum.  

Valdimar Samúelsson, 27.12.2013 kl. 21:48

7 identicon

Ég var að benda á að virka efnið í kanil, coumarin, var bannað sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum árið 1959.

Ég býst við að ESB er að þessu vegna þess að þessi tegund kanils er orðin vinsælt efni meðal skottulækna sem láta sjúklinga taka það inn í stórum skömmtum sem drepur niður nýrna og lifra starfsemi.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.12.2013 kl. 22:10

8 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Það gleyma allir að minnast á það að, að allir væru dauðir vegna offitu af kanilsnúða áti áður en umræddur kanill færi að hafa áhrif á heilsuna vegna hveitis , sykurs og fleiri fituvaldandi efna sem snúðarnir innihalda því slíkt yrði magnið sem innbyrgt væri áður en kanileitrunar færi að gæta

Þórólfur Ingvarsson, 28.12.2013 kl. 02:06

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hér kemur grein sem rekur bullið ogan í þig Páll.

http://tryggvi.blog.is/blog/tryggvi/entry/1340076/?fb_action_ids=10151931540368889&fb_action_types=og.likes&fb_source=other_multiline&action_object_map=%5B1404760583101627%5D&action_type_map=%5B%22og.likes%22%5D&action_ref_map=%5B%5D

Hér er aðeins verið að takmarka notkun tiltekins efnis í kanil sem er meðal annars notað í rottueitur og er hættulegt heilsu manna ef það er notað í of miklu mæli. EF notaður er örlítið dýrari kanill með mun minna af því efni er hægt að kaffæra snúðunum í kanil án þess að fara upp fyrir þetta heilsuverndarviðmið.

Hér er því einfaldlega um neytendavernd og heilsuvernd að ræða en ekki einhverja árás á hefðbundna matvælaframleiðslu.

Mótmæli dönsku bakaranna snúast því ekki um hefðbundna rétti heldur aðeins óánægju þeirra með að þurfa að nota dýrair kanil í snúðana sína til að vernda heilsu viðskiptavina sinna.

Sigurður M Grétarsson, 29.12.2013 kl. 09:23

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Valdimar Samúelsson. Það síðasta sem þú ert að gera með því að berjast gegn aðils að ESB er að vinna frítt fyrir þóð þína og verja hana fyrir "landsráðamönnum". Með því að berjast gegn ESB ert þúj að berjast gegn hagsmunum almennings sem allt bendir til að uppskeri verulega bætt lífskjör með aðild auk bættrar neitendaverndar. Þetta ert þú að gera til að vinna fyrir sérhagsmunum þröngs hóps sem mum missa ákveðin ítök hér sem þeir munu missa við það að við göngum í ESB,

Það er ansi hart að geta ekki tjáð skoðanir sínar á því hvort hagsmunum Íslands sé betur borgið innan eða utan ESB en ef á annað borð er verið að nota það þá á það mun frekar við ykkur ESB andstæðinga en þá sem vilja bæta lífkjör almennings og neytendavernd með því að taka þátt í þessum samstarfsvettvangi lýðræðisþjóða Evrópu.

Sigurður M Grétarsson, 29.12.2013 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband