Verslunin bruðlar og lætur almenning borga

Álagning verslunarinnar á Íslandi er óguðleg. Verslunin offjárfestir í húsnæði og fasteignum og rukkar almenning fyrir bruðlið. Almenningur lætur ekki lengur bjóða sér ósvífni verslunarinnar og kaupir í meira mæli beint frá útlöndum - í netverslun.

Framkvæmdastjóri Verslunar og þjónustu, hagsmunasamtaka verslunarinnar, fór fram á það í RÚV-fréttum að ríkisvaldið hlypi undir bagga með versluninni. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður gefur lítið fyrir ríkisafskiptahjal framkvæmdastjórans. Í grein í Fréttablaðinu í dag segir Sigurður Pálmi íslenskri verslun til syndanna

Það liggur fyrir að íslensk verslun er óhagkvæm, hún kaupir inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið og hefur offjárfest gríðarlega í verslunarhúsnæði. Íslensk verslun notar til dæmis tæplega þrisvar sinnum meira verslunarhúsnæði en breskir kollegar. Og fjármagnið til að borga eitt hæsta leiguverð í Evrópu kemur beint úr vasa neytenda.

Íslensk verslun er mjög ósveigjanleg og hefur fá svör til að mæta nýrri samkeppni sem birtist á netinu. En í stað þess að skoða sjálfa sig og leita nýrra leiða til að lækka verð og mæta þessari samkeppni er farið í fjölmiðla og ríkið grátbeðið um að skera verslanir úr snörunni og „auka samkeppnishæfni þeirra“.

Sigurður Pálmi veit hvað hann syngur. Verslunin sem hann rekur, Sports Direct, selur íþrótta- og útivistarfatnað á verði sem ekki sést í sambærilegum íslenskum verslunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband