Auðrónadeildin vill fórna Vigdísi Hauks

Auðrónadeildin í gamla Framsóknarflokknum réð ferðinni þegar Halldór Ásgrímsson var formaður. Auðrónarnir voru áberandi í á tímum útrásar og mökuðu krókinn einatt á kostnað almennings. Björn Ingi Hrafnsson er í góðu kallfæri við í þessa deild Framsóknarflokksins.

Björn Ingi varð frægur að endemum þegar hann gerði ,,stærsta díl sögunnar" með því að framselja almannaeigur OR til manna eins og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar.

Björn Ingi leggur seint í gærkveldi til atlögu við Vigdísi Hauksdóttur þingmann Framsóknarflokksins. Atlögunni er fagnað af vinstriflokkunum sem telja sig eiga hauka í spilltasta horni gamla Framsóknarflokksins.

Bandalag auðróna og vinstriflokka er skiljanlegt í því ljósi að Vigdís lætur ekki múta sér og hún stendur fyrir prinsipp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband