Framsóknarflokkurinn í hlutverki Alþýðuflokksins

Framsóknarflokkurinn gefur tóninn í hinni pólitísku umræðu. Skuldaleiðréttingin er framsóknarmál og Vigdís Hauksdóttir og endurskoðun fjárlaga er svo sannarlega málefni flokksins.

Sjálfstæðismenn láta sér vel líka að Framsóknarflokkurinn stjórni umræðunni. Á síðustu öld var Sjálfstæðisflokkurinn vanur því að Alþýðuflokkurinn bryddaði upp á pólitískum nýmælum í borgaralegum stjórnmálum. Ef nýmælin féllu í góðan jarðveg gerði Sjálfstæðisflokkurinn þau að sínum.

Framsóknarflokkurinn er kominn í sterka stöðu sem uppspretta pólitískrar nýhugsunar. Til hægri er hófsamur borgaraflokkur og til vinstri við Framsóknarflokkinn er þrír vinstriflokkar sem ekki vita sitt rjúkandi ráð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

"Framsóknarflokkurinn er kominn í sterka stöðu sem uppspretta pólitískrar nýhugsunar."

Annað hvort ert þú Páll svona mikill húmoristi eða......

Mig langar að fá dæmi um hina pólitísku nýhugsun hjá Framsókn.

Framsóknarflokkurinn er pólisískt viðriðni og vanskapnaður íslenskra stjórnmála.  Þetta er flokkur sem hefur enga pólitíska hugsjón heldur finnur sig upp á nýtt fyrir hverjar kosningar með nýja stefnu sem er búin til í samstarfi við auglýsingastofu.

Baldinn, 10.12.2013 kl. 13:57

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er Íslenskt samfélag samansett af pólitískum flokkaríg, eða er það samansett af samfélagi þjóðarinnar allrar?

Hvort ætti það að vera?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.12.2013 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband