Ríkið fjármagnar einkagróða Ásdísar Höllu

Sósíalismi andskotans heitir það þegar ríkisvaldið velur gæðinga til að græða á einkarekstri þar sem almannafé er ráðstafað. Heilbrigðiskerfið er ríkisrekið og þannig á það að vera, - nema almenn samstaða verði um að einkavæða það.

Ásdís Halla, fjölskylda og félagar er eflaust vel að því komin að fá útdeilt til sín fjármunum frá ríkinu fyrir þjónustu sem ætti með réttu að vera alfarið á hendi ríkisins.

Rekstur af þessari tegund sameinar það versta úr sósíalisma og kapítalisma. Hvenær ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að hætta að vera sérgæskuflokkur hinna fáu?


mbl.is Broadway breytt í læknamiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sammála þessu Páll.  Og ósvífið af ráðherranum að standa í fjölmiðlakynningu vegna breytinga á húsnæði!  Hefur hann ekkert þarfara að gera í ráðuneytinu?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.12.2013 kl. 12:49

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Athyglisverð þverstæða, stjórnendur ríkisspítala verða að vera úr heilbrigðisstétt, en stjórnendur þessa einkareksturs eru aðallega með próf í viðskiptum og hagfræði. Kærkomið fyrir rannsakendur að kanna muninn.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.12.2013 kl. 14:30

3 identicon

Sæll Páll jafnan - og aðrir gestir þínir !

Tek undir - með þeim Jóhannesi Laxdal og fornvinkonu minni Jenný Stefaníu.

Því brýnni nauðsyn ber til - að Ísland komist undir Kanadísk og Rússnesk yfirráð / og RÆNINGJAHÆTTI innlendra amlóða ljúki þar með gott fólk.

Við erum búin - að komast að því fullkeyptu að treysta þessu gopa liði hér heimafyrir fyrir hagsmunamálum landsmanna - Á ÖLLUM SVIÐUM !!!

Með beztu kveðjum - af utanverðu Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 14:51

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

http://joiragnars.blog.is/blog/joiragnars/entry/1334629/

Jóhannes Ragnarsson, 5.12.2013 kl. 18:25

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Óskar Helgi, langt síðan síðast :) Ekki vill ég efna til neinna snark-illinda, en mér þætti ekki verra að gera þennan samanburð á rekstri fyrir langveika og eldri borgara, sem þurfa aðhlynningu. Það er að segja undir handleiðslu "ríkisins" eða undir handleiðslu "einka", þar sem ríkið er vissulega einn kaupandi þjónustunnar, enda skuldbundið til að veita borgurum þessa lands ákveðna lágmarksþjónustu.

Þau eru víða hin einkareknu úrræði, t.d. augasteinaaðgerðir, sem framkvæmdar eru á einkastofum, og öll þessi brjálæðislega dýru tæki, sem sitja jafnvel ónotuð á einkastofum víða um land, á meðan heilbrigðisfólk á Landsspítala gengur um með límband til að tjasla sínum tækjum saman. Blandaður rekstur ríkis og einka er örugglega til bóta og ekki eins íþyngjandi fyrir ríkið heldur.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.12.2013 kl. 18:37

6 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Jóhannes fornvinur og Beitningameistari undan Enni vestur !

Þakka þér fyrir - tilvísunina.

Jenný Stefanía !

Já - langt er síðan við höfum skrafað og velkomin á vefinn á ný.

Þér - að segja eru íslenzku fíflin - sem öllu hafa hér ráðið frá árinu 1904 fremur spillt og sundrað hlutum heldur en í lag fært fornvinkona góð.

Löngum - taldi ég mig til þjóðernissinna en fyrir 3 - 4 árum tók ég að vitkast frá því þegar ég gerði mér ljóst hvers lags RUMPULÝÐUR hefir valsað um pyngjur okkar og aðrar eignir í eiginhagsmunaskyni - undir leiðsgögn ömurleikans alþingis Jenný mín.

Þess vegna - sting ég upp á Kanadískri og Rússneskri hand leiðzlu til þess að forða okkur frá því packi sem öllu hefir hér til Andskotans komið fornvinkona kær. !!!

Með - ekki síðri kveðjum - en öðrum og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 18:59

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ekki líst mér á þessu síðarnefndu handleiðslu, eftir að hafa kynnt mér hvernig leiðtogi þeirra og valdstjórnin kemur fram við blásaklaust sómafólk, sem vill upplýsa spillingu. Hin er ágæt þó ég segi sjálf frál.

Í gær gaf kanadíski seðlabankinn út yfirlýsingu um að vextir haldist óbreyttir 1% eins og þeir hafa gert, s.l. 3 ár. Þetta er markviss aðgerð til að sporna við verðbólgu, þrátt fyrir að gengi gjaldmiðilsins kunni að veikjast við þessa ákvörðun. Jafnvel er gefið í skyn að vextir kunni enn að lækka. Þetta eru góð tíðindi fyrir t.d. ungt fólk sem hyggur á íbúðakaup. Það er þessi stöðugleiki, þessi ábyrgð, og þessi hógværð sem myndi gera okkur Íslendingum svo gott.

Góðar kveðjur á Suðurlandið

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.12.2013 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband