Sælir eru einfaldir

Strákar kunna ekki að lesa en þeim líður fjarska vel í skólanum. Af þessu má draga þá ályktun að grunnskólinn sé orðinn umönnunarstofnun fyrst og fremst en síður menntastofnun.

Til að breyta grunnskólanum úr aðhlynningarstofnun fyrir veikara kynið þarf að brjóta málið til mergjar og greina hvað fór úrskeiðis.

Í mergnum mun koma í ljós að þegar kennarastéttin var kvenvædd fyrir nokkrum áratugum töpuðust karllæg gildi sem strákum er nauðsynlegt að læra ef ekki á illa að fara.


mbl.is Verra læsi afleiðing sparnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Fylgni  er ekki það sama og orsakasamhengi.  Að halda það er grunn rökvilla. Þetta hlýtur þú að hafa lært í kennaranáminu, Páll.  Tökum dæmi: Nýr íbúi flyst í hverfi. Stuttu síðar er mikið um innbrot í hverfinu. Það er rökvilla að draga þá ályktun að nýi íbúinn sé þjófurinn. Hann gæti verið það, en til að sanna þá skoðun þarf meira til.

Til þess að sú staðhæfing þín að kvenkennarar séu orsök ólæsis drengja sé trúverðug þarft þú að færa betri rök fyrir máli þínu.

Wilhelm Emilsson, 3.12.2013 kl. 22:24

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert alveg mögnuð risaeðla og steingervingur Páll. Ekki að furða þótt margir telji þig ekki með öllum mjalla.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.12.2013 kl. 23:20

3 identicon

Þarna hittir þú naglann á höfuðið Páll.

Láglauna- og kerlingavæðing kennarastéttarinnar hafði í för með sér aukið agaleysi og skólaleiða hjá strákunum. Þeir nenna ekki því sem þeim leiðist.

Svona eins og í hestamennskunni þar sem stelpurnar hafa tekið íþróttina yfir og strákarnir létu sig hverfa í greinar sem meira fútt er í.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband