Þriðjudagur, 3. desember 2013
ESB-sinnar utanveltu á Íslandi
Þröstur Ólafsson ræðir stöðu Úkraínu, sem er strand á milli Evrópusambandsins og Rússlands, í grein í Morgunblaðinu. Þröstur líkir stöðu Íslands við Úkraínu án þess að útskýra hvað hann á við. Bæði Sigurður Sigurðarson og Björn Bjarnason meta Þröst og finna hann léttvægan.
Sálufélagi Þrastar í ESB-áráttu er Andri Geir Arinbjarnarson. Hann sér líkindi með Íslandi og Argentínu, hvorki meira né minna.
Í Icesave-umræðunni sögðu ESB-sinnar að Ísland yrði Kúba norðursins ef við samþykktum ekki að beygja okkur fyrir Bretum og Hollendingum.
Landafræði ESB-sinna undirstrikar hversu utanveltu þeir eru á Íslandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.