Skuldaleiðrétting gæti veikt gengi krónunnar

Ef 130 milljarðar myndu flæða inn í hagkerfið á skömmum tíma yrði hér verðbólga og verulegt gengisfall krónunnar. Slík ,,skuldaleiðrétting" yrði í raun kollsteypa efnahagskerfisins.

Væntanlega er það ekki ætlun ríkisstjórnarinnar að klúðra þannig málum. En ef ekki er varlega farið gæti það orðið raunin.

Það er ekki eftirspurn eftir efnahagslegum kollsteypum.


mbl.is Nærri 130 milljarða lækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þótt við vitum ekkert um þetta núna er fólk samt duglegt að dæma þetta sem stór sigur eða stór tap fyrir land og þjóð.

Fer eftir hvar þú stendur í pólitík sýnist mér.

En ef þú trúðir því einhvertíma að það myndi koma ávísun frá ríkinu með eingreiðslu þá þykir mér leiðinlegt að svekkja þig.

Þetta kemur væntanlega til með að lækka greiðslubyrðina hjá einhverjum um nokkra þúsundkalla, ekki nóg til að senda þjóðina í annað eyðslufyllerí.

Teitur Haraldsson, 28.11.2013 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband