Pólitík í stjórn og stjórnarandstöðu er sitthvað

Sigmundur Davíð forsætisráðherra lendir í vandræðum vegna þess að hann rekur stjórnarandstöðupólitík úr stjórnarráðinu og það fer ekki vel á því.

Sigmundur Davíð stökk fram síðdegis í gær með írafári vegna þess að honum féllu ekki vel orð seðlabankastjóra í yfirheyrslum á alþingi. 

Forsætisráðherra sem tekur andköf eins og unglingsstúlka á fyrsta sjens er á röngu stefnumóti. Sigmundur Davíð á aðeins að grípa inn í hversdagsumræðuna þegar hann þarf að koma skýrum skilaboðum á framfæri. Þau skilaboð eiga ekki að vera væll um að einhverjir séu á móti ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sem þannig talar grefur undan eigin trúverðugleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er heillandi að vita það að forsætisráðherra okkar er maður eins og við hin. Og einn af okkur.

Hann er ekki í Icesaveliði Seðlabankans!

Gott hjá honum

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2013 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband