ESB-sinnar leita að pilsfaldi stórveldis

ESB-sinnar sýna okkur inn í hugarheim sinn þegar þeir telja viðskipti við Kína sambærileg við inngöngu í Evrópusambandið. Björn Valur Gíslason leggur þetta að jöfnu og aðrir talsmenn ESB-aðildar eru sama sinnis. Þessi afstaða sýnir aðeins lítilþægni ESB-sinna; þeir telja Ísland ekki þess umkomið að standa á eigin fótum og verði að leita skjóls hjá stórveldi.

Viðskipti við Kína, á grundvelli tollasamnings, felur ekki í sér framsal á fullveldi Íslands líkt og aðild að Evrópusambandinu fæli í sér. Hér er um algerlega ósambærilega hluti að ræða. 

Íslendingar ræddu linnulaust allt síðasta kjörtímabil hvort þjóðin ætti að ganga í Evrópusambandið. Niðurstaðan kom í þingkosningunum í vor. Einn flokkur, Samfylkingin, bauð fram undir merkjum ESB-aðildar og fékk 12,9 prósent atkvæðanna. Utanríkisráðherra túlkar sjónarmið afgerandi meirihluta landsmanna þegar hann segir Ísland ekki á leiðinni inn í Evrópusambandið.


mbl.is Eðlilegt að nýta áhuga Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fínt að " ganga " í Kína eins og Tíbet gerði um árið.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.10.2013 kl. 12:48

2 identicon

Hef oft verið Sammála þér Páll en ekki í þessu.

Vill engar kínverskar nýlendur hingað. Ég kaupi það ekki í eina sekóndu að þessi Nubo vilji þetta land í þeim tilgangi sem að hann segir. 

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 15:24

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég vil heldur ekki Nubo, Sveinn Dagur, og er sammála greiningu þinni. Á hinn bóginn: við getum átt viðskipti við Kínverja.

Páll Vilhjálmsson, 29.10.2013 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband