Aðgerðafréttamennska RÚV

Aðgerðafréttamennska er stuðningur mótmæli þar sem fréttamiðill hættir að vera hlutlægur skrásetjari atburða. Aðgerðafréttamennska er óðum að verða sérgrein RÚV sem telur ekki eftir sér að senda fréttamenn sína út um þorpagrundir til að kynda undir stemningunni á vettvangi.

Í gær söfnuðust nokkrir tugir manna í hádegisfréttatíma RÚV við innanríkisráðuneytið. Fréttamaður á staðnum giskaði á sjö tugi manna og taldi mikið enda norðangarri. Fréttamaðurinn kvað þó sól í sinni viðstaddra.

Eftir viðtal við atvinnumótmælanda kvaðst fréttamaður því miður verða að hryggja hlustendur með því að ekki væri hægt að bjóða upp á mótmælasöngva í beinni. Vitanlega voru hlustendur með böggum hildar að missa af söngatriðinu í uppákomunni. En RÚV bætti úr því með upptöku í sjónvarpsfréttum.

RÚV tókst svo vel upp í gær með aðgerðafréttamennskunni að um kvöldið mátti lesa bloggara handgengna stjórnarandstöðunni tala um ,,vaxandi reiði í samfélaginu." Með stuðningi RÚV er engin hætta á að reiðin sjatni á næstunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Af hverju er aldrei notað orðið "atvinnumeðmælandi" um þá sem sannanlega eru flestir á hæstu launum við að mæla með sínum framkvæmdum og verkum? Eftir 54 ár á þúsundum samkoma get ég fullyrt að sú staðhæfing er röng að "nokkrir tugir" fólks hafi verið þarna. Atburðirnir í Gálgahrauni eiga enga hliðstæðu í baráttu íslenskra náttúruverndarsamtaka í 43 ár en samt talið ámælisvert að greint sé frá þeim.

Ómar Ragnarsson, 23.10.2013 kl. 19:44

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Atvinnumeðmælandur er þá vinnandi fólk og launað hvort sem er.Vinnuveitandi þeirra fer nú örugglega ekki fram á meira en að hann mæli með framkvæmdunum,séu þær gagnrýndar. Nýlega var framlag til Rúv.hækkað,svo ekki er þörf á niðurskurði á spennandi alíslensku efni eins og þessu “life” Ekkert af því sem við höfum upplifað í 43 ár Ómar líkist neinu sem áður hefur gerst,hvorki í ykkar samtökum né í okkar röðum almennings.Þannig var það þegar ríkisstjórnin 2009,gróf þá dýpstu geil sem um getur í þjóðarsálina íslensku,sem geta líka kallast gróf náttúrspjöll.

Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2013 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband