Stjórnmál sem efnahagsvandi

Stjórnmál eru einatt sjálfstæður efnahagsvandi, eins og sjá má af deilum um fjárlög í Bandaríkjunum og úrræðaleysi Evrópusambandsins í evru-kreppunni. Á Íslandi blasir við að krónan er óstöðugri en hún þyrfti að vera vegna áróðursins um að hún sé ónýt.

Samfylkingin og fylgifiskar tala krónuna niður og finna henni allt til foráttu. Þar helgar tilgangurinn meðalið enda vill Samfylkingin Ísland í Evrópusambandið og reynir að ,,selja" almenningi þá pólitík með því að grafa undan krónunni.

þegar frá líður hruni kemur æ betur í ljós að Evrópusambandið er ekki valkostur fyrir Ísland. Aðild að sambandinu er andstæð grundvallarhagsmunum þjóðarinnar sem strandríkis á Norður-Atlantshafi. Nágrannaþjóðir okkar, Grænlendingar, Færeyingar og Norðmenn hafa komist að sömu niðurstöðu.

Þegar það liggur fyrir að Ísland er ekki á leiðinni í Evrópusambandið ætti kórinn krónan-er-ónýt að þagna. Þar með yrði við að glíma einum efnahagsvandanum færra.


mbl.is Leiti ekki sökudólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

Páll - reynslan sýnir okkur að 'krónan' er ónýt - búin að vera að í marga áratugi. verðtryggð 'króna' er samt fín. kannski þarf að verðtrygga meira

Rafn Guðmundsson, 8.10.2013 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband