Björn Valur: vinstriuppskrift að valdleysi

Hrakningar ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. kjörtímabilið 2009 til 2013 eru vinstrimönnum hugleiknar sem vonlegt er. Glæsilegur meirihluti Samfylkingar og VG vorið 2009 koðnaði niður í getulausa ruslahrúgu á fáeinum mánuðum.

Undir lok kjörtímabilsins var svo komið fyrir vinstriflokknum að þeir leituðu sér að réttlætingu til að tapa kosningunum, og fannst gott að orna sér við tilhugsunina um að yfirboð Framsóknarflokksins gerðu útslagið. Í stað þess að horfast í augu við eigin takmarkanir og mistök er til muna þægilegra að kenna öðrum um niðurlæginu vinstriflokkanna í vor.

Björn Valur Gíslason var þingflokksformaður VG lengi vel á síðasta kjörtímabili og bar ekki litla ábyrgð á hörmungarástandinu. Hann bloggar um tilburði þingflokksformanna ríkisstjórnarflokkanna til að ná samningum við stjórnarandstöðuna veturinn 2011 til 2012 um að hnika málum fram. Allt kom fyrir ekki, andvarpar Björn Valur mæðulega, ,,og almenningur hélt áfram að horfa upp á þingið sitt í hverkví þeirra flokka sem nú stjórna landinu.

Til að minnihlutinn stjórni ferðinni á alþingi verður meirihlutinn að vera veikur og sjálfum sér sundurþykkur. Minnihlutinn kemst ekki upp með moðreyk ef meirihlutinn er traustur.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. sólundaði sínu pólitíska kapítali þegar á fyrstu mánuðum valdatímans með því að kljúfa VG í herðar niður í Evrópumálum. ESB-umsókn Samfylkingar var keyrð ofan í kok þingmanna VG sem rétt áður fengu kjör út á ESB-andstöðu.

Uppskriftin að valdleysi vinstristjórnarinnar er umboðsleysið annars stjórnarflokksins í stærsta máli seinni tíma sögu íslenskra stjórnmála. Stjórnarandstaðan spilaði trekk í trekk á þessa veikleika og alltaf kvarnaðist úr stuðningsliðinu, bæði innan og utan þings.

Tilburðir Björns Vals og þingflokksformanns Samfylkingar að ná samningum um að þoka málum áfram veturinn 2011 til 2012 var viðurkenning á þeirri staðreynd að ríkisstjórnin var ekki í meirihluta á alþingi.

Ríkisstjórnin þorði ekki að sækja sér nýtt umboð til þjóðarinnar, enda alþjóð vel kunnugt hversu illa var farið með umboðið vorið 2009. Með ESB-umsóknina útistandandi gat VG ekki gengið til kosninga.

Svo að Marx sé umorðaður þá var ríkisstjórn Samfylkingar og VG orðin harmleikur strax á öðru ári sinu og harmleikurinn snerist upp í farsa á aðventunni 2012 þegar Björn Valur í félagi við annan stjórnarliða héldu á mótmælaspjöldum á alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann gengur ekki að því gruflandi í dag drengurinn,að kjósendur Vg höfðu fæstir fyrirgefið þeim svikin 2009 í svo mikilvægu máli sem Esb-umsóknin er. Ég tel að margur gegn Vg þingmaðurinn hafi liðið önn fyrir framkomu stjórnararms flokksins,ég persónulega met þá mikils fyrir þjóðhollustana við erfiðar aðstæður.

Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2013 kl. 23:17

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er aumkunarverð tilraun til hvítþvottar hjá Birni. Ætli hann trúi því virkilega að fólk trúi þessari sögufölsun hans?

Hann heldur okkur vafalaust hafa verið á annarri plánetu og ekki fylgst með, sem kallar á þá spurningu á hvaða plánetu hann lifir.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2013 kl. 01:39

3 Smámynd: Jack Daniel's

Það er reyndar staðreynd sem hægt að er skoða bæði í riti og af upptökum frá alþingi hvernig núverandi stjórnarflokkar héldu uppi stanslausu málþófi og héldu þinginu dögum saman í gíslingu með tómu bulli og kjaftæði sem engu skilaði nema því að virðing fyrir þessari stofnunn og einstaka þingmönnum fór hreinlega til fjandanns.

Hitt er svo allt annað mál að auðvita gerði sú stjórn ýmis mistök eins og að fara í ESB umsóknarferlið en það hefi alveg mátt bíða þar til búið var að koma þjóðrskútunni aftur á flot eftir að Geir Harði og Davíð drulldreifari sigldu henni á sker svo hún sökk næstum.

Sorglegast af öllu er þó þegar varðhundar tepokana eru gjammandi um allar jarðir, blindir og heyrnarlausir á það sem núverandi stjórnvöld eru að ganga þvert á öll, endurtek, ÖLL loforðin sem þeir gáfu fyrir kosningar.
Núverandi stjórn er ekki að gera neitt fyrir almenning í landinu en er fjandanum duglegri að hygla þeim sem best hafa það.

Það er staðreynd sem ekki nokkur einasti íslendingur getur neitað og þeir sem gera það eru aðeins að hafa sig að fíflum framan við alþjóð.

Jack Daniel's, 8.10.2013 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband