Frelsi, borgaraleg menning og svokallað hrun

Viðskiptafrelsi, sem íslenskir auðmenn stóðu ekki undir, er ástæða hrunsins. Þetta væri stutta útgáfan.

Lengri útgáfan tæki til þess að Íslendingar eru í tæp þúsund ár bændur í sjálfsþurftarbúskap og eru of skammt á veg komnir í borgaralegri menningu til að ráða við vestrænt viðskiptafrelsi.

Fimm árum eftir hrun er deginum ljósara að hrunið er réttnefnt ,,svokallað" þar sem sáralítið hrundi. Peningaleg froða eyddist og orðspor auðmanna, sem ýmsir töldu að gætu gengið á vatni, fór til fjandans. 

Varanlegustu áhrif hrunsins verða á stjórnmálin. Þrátt fyrir stórhreingerningar á alþingi, þar sem sárafáir fyrirhrunsmenn eiga enn sæti, eru þingmenn og stjórnvöld enn í skammarkróknum. Glatað traust tekur tíma að endurvinna. 


mbl.is Hrunið eins og náttúruhamfarir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sammála enda gera þingmenn ekkert til að endurvekja traust þjóðarinnar á þeim! Flokksræði og einkavinavæðingin er í algleymi eins og enginn sé morgundagurinn. 2008 gleymt með öllu engin axlað ábyggð allt við það sama peningar ausnir úr kerfinu til fárra útvalda einkavina og lífeyrissjóðir landsmanna teknir gíslingu af fáum úvöldum stjórnendum eins og þeir eigi sjóðina skuldlausa!

Sigurður Haraldsson, 5.10.2013 kl. 21:30

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ósammála því að tala um "svokallað" hrun og það hafi aðeins falist í "peningalegri froðu". Þvert á móti fólst það í áþreifanlegum hlutum, sem urðu til með því að færa fjármuni frá hundruðum þúsunda fólks. Lítið dæmi er Harpan. Rök hafa verið færð að því að 40% af byggingarkostnaði hennar hafi komið í gegnum sparnað fólks sem trúði á íslenska efnahagsundrið. 40% af Hörpunni er ekki "froða" heldur smápartur af áþreifanlegu og raunverulegu hruni í efnalegum og siðferðilefum skilningi.

Ómar Ragnarsson, 6.10.2013 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband