Borgaraleg óhlýðni í Ameríku

Aðgangur að minnismerkjum í Washington er lokaður vegna deilna þings og forseta um fjárlagaheimildir. Girðingar og vopnaðir lögreglumenn varna fólki að komast að minnisvarða Abraham Lincoln, Víetnam-hermanna og Martin Lúther King, svo dæmi sé tekið.

Engu að síður eru töluvert margir Bandaríkjamenn og erlendir ferðamann á þessum stöðum. Ástæðan er sú að vopnuðu verðirnir láta sér vel líka að fólk klifri yfir girðingarnar og fari að minnismerkjunum.

Lögreglumennirnir biðja fólk að fara sér ekki í voða í klifrinu og leyfa jafnvel aðstoðarmönnum fatlaðra að færa farartálma úr stað til að komast að minnismerkjunum.

Borgaraleg óhlýðni lögreglumanna í höfuðborg Bandaríkjanna sýnir viðhorf þeirra til yfirvalda annars vegar og hins vegar til almennings. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Welcome to the real world

Davíð, 6.10.2013 kl. 11:32

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mig datt í hug setning. ''We dont live in our country. We live in their country'' Kannski á þetta við allstaðar í dag. Við erum að verða gestir í okkar landi og raunverulegu gestirnir eru rétthærri en við hvað þá að þeir hafa frían lögfræðikostnað og lifibrauð. 

Valdimar Samúelsson, 7.10.2013 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband