200 ára samfylkingarmaður

Síðan við komum til Íslands hefir hann ekkert tækifæri látið ónotað til að níða ættland sitt

Setningin kemur úr bók eftir Henry Holland, Dagbók í Íslandsferð 1810. Maðurinn sem fær þessa lýsingu heitir Ólafur og var fylgdarmaður Holland og tveggja félaga hans um landið. Um Ólaf segir ennfremur

Hann hafði margsinnis látið drjúglega yfir lífsstöðu föður síns og því áliti sem hann sjálfur nyti á Íslandi.

Faðir Ólafs var bóndi á hjáleigu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sumir bloggar koma óorði á bloggheima.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.9.2013 kl. 18:15

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kannski er þetta eitthvað genatengt? Ætli þessi Ólafur hafi orðið kynsæll?

Árni Gunnarsson, 29.9.2013 kl. 19:14

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þú ert kannski að tala um sjálfan þig Jón Ingi Cæsarsson?

Guðni Karl Harðarson, 29.9.2013 kl. 19:45

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hahaha. Þetta kom úr hörðustu átt Jón Ingi Bæringsson.

Maður getur annars varla kallað þig bloggara, þar sem þú bloggar ekki, heldur notar bloggið þitt sem athugasemdadálk við fréttir, þar sem þú undanteknigngarlaust útdeilir gremju þinni, fúllyndi og svartagallsrausi.

Hvað skyldu margir bloggarar hafa skilið við þennan vetvang þín vegna og annarra líkra? Það er allavega ljóst að selskapurinn freistar ekki margra.

Burtséð frá handfylli málefnalegra og skemmtilegra bloggara, þá er þetta eins og vitlausraspítali hérna.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2013 kl. 20:42

5 Smámynd: rhansen

Sammála Jóni Steinari , óþoooolandi  !!

rhansen, 29.9.2013 kl. 22:47

6 Smámynd: Ómar Sigurðsson

Ég er sammála Jóni Steinari og rhansen. Daprasti bloggari ever er Jón Ingi Cesarsson.

Ómar Sigurðsson, 29.9.2013 kl. 23:05

7 Smámynd: Elle_

Daprir eru Brussellingar og samfóingar.  Og koma óorði á landið.  Já og norðurhvel jarðar.

Elle_, 29.9.2013 kl. 23:19

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Síðasta ríkisstjórn var iðin við að tala það niður sem henni hentaði - hvort sem það var krónan eða landsmenn . Það er hinsvegar athyglivert að fólk sem hefur flutt erlendis talar niðrandi um landið. Djöflaeyjan - Fangaeyjan o.fl. og ótrúlega margir kalla okkar fallega land KLAKANN. Einhvernvegin finnst mér að minnimáttarkennd ráði þessu tali. Sama gildir um sumt fólk sem yfirgefur stjórnmálin - allt í einu er flokkurinn eða stjórnmálin almennt ómöguleg á alla enda og kanta.

En Jón Ragnar - þú breyttir föðurnafni Jóns Inga í Bæringsson - hann mun vera Cæsarsson.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.9.2013 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband