Mánudagur, 30. september 2013
Þriðji hver kýs ESB-andstöðuflokk
Þriðji hver kjósandi í Austurríki kaus flokk sem er gagnrýninn á aðild landsins að Evrópusambandinu. Samkvæmt þýska dagblaðinu Die Welt eru það stóru tíðindi austurrísku kosninganna.
Fyrr í þessu mánuði vann nýtt framboð í Þýskalandi, Alternative für Deutschland, AfD,sigur þingkosningunum og náði tæplega 5 prósent fylgi þrátt fyrir að vera aðeins nokkurra mánaða gamalt framboð. AfD vill endurskoða Evrópusambandið og segja Þýskaland frá evru-samstarfinu.
Þegar þjóðir í hjarta Evrópu efast um gildi ESB er tekið að halla undan fæti.
.
Stjórnin hélt velli í Austurríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.