Frosti nýsköpunarmaður og alþingi

Frosti Sigurjónsson er með feril að baki í nýsköpun sem mun reynast honum vel í þingmennsku. Í nýsköpun reyna menn að finna nýjar lausnir og veitir ekki af þeim á alþingi.

Það er í anda Frosta að setja saman óformlegan hóp um bætta hætti á þjóðþinginu.

Á hinn bóginn er hvergi erfiðara en í stjórnmálum að stunda nýsköpun. Við búum við flokkakerfi sem í meginatriðum varð til fyrir stofnun lýðveldis. Frosta bíður ögrandi verkefni.


mbl.is Ræða um bætt samskipti á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband