Fréttin sem afhjúpar ruglið í skuldaumræðunni

Fréttin um að skuldarar fái ekki tvöfalda leiðréttingu á meintum forsendubresti var slegið upp á mbl.is og var fyrsta frétt hjá RÚV-Sjónvarpi.

Að það skuli teljast stórtíðindi að skuldarar fái ekki  tvisvar leiðréttingu afhjúpar hversu afspyrnuvitlaus umræðan er.

Öll þjóðin varð fyrir forsendubresti við hrunið. Með sértækum aðgerðum var komið til móts við þá sem urðu verst úti í hruninu. Sumir aðrir fengu leiðréttingu sinna mála með dómum hæstaréttar.

Látum þar við sitja. Tilraunir til að bæta öðrum meintan forsendubrest mun aðeins skapa nýtt óréttlæti og auka úlfúð í samfélaginu.


mbl.is Fái ekki leiðrétt tvisvar sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jabb, frekar einfalt.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2013 kl. 20:16

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Viðbrögð við þessari augljósu og rökréttu skoðun formanns fjármálanefndar sýnir einmitt hversu brennandi heitt þetta mál verður. Ekki gjá milli "þings og þjóðar" heldur verður völlurinn allur sprunguskorinn. Þín tillaga um að láta þar við sitja, myndi auk þess að sjálfsögðu kalla á afsögn þeirra sem kveiktu vonarbál veraldar, án þess að skýrgreina það betur.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.9.2013 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband