Prófessorar segja pass í prinsippmáli

Akademískt frelsi er í húfi í máli Jóns Baldvins. Spurningin sem Háskólinn stendur frammi fyrir er hvort fagleg sjónarmið og málefnaleg eigi að ráða þegar ákveðið er hvort einstaklingur sé til þess hæfur að flytja fyrirlestur við stofnunina eða hvort hagsmunahópar og áhugafólk um önnur mál en þau faglegu eigi að fá neitunarvald um hverjir kenni við skólann.

Félag prófessora við ríkisháskóla fundaði um mál Jóns Baldvins og sagði pass; við höfum ekki skoðun.

Risið verður ekki lægra á hugsjóninni um háskóla en á fundi Félags prófessora í dag.


mbl.is Álykta ekki um mál Jóns Baldvins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála ;)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.9.2013 kl. 20:56

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég fæ ekki séð að þetta sé vandamál háskólans sem slíks, heldur Baldurs Þórhallssonar eins. Hann réði JBH og hann rak líka JBH. 

En það er fróðlegt hvernig vinstri menn og ESB- sinnar reyna að vernda sinn mann með því að blanda öðrum í málið.

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.9.2013 kl. 00:11

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að bæði Jón Baldvin og Baldur eru "vinstri menn og ESB-sinnar."

Ómar Ragnarsson, 5.9.2013 kl. 01:30

4 Smámynd: Friðrik Eysteinsson

Prófessorarnir virðast heldur ekki hafa neina skoðun á því að 4 af 5 leiðbeinendum doktorsnema í viðskiptafræðideild uppfylla ekki þær faglegu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Jafnvel ekki þegar tveir þeirra, Ingjaldur Hannibalsson deildarforseti og Árelía Eydís Guðmundsdóttir varadeildarforseti eru meira að segja búin að viðurkenna fyrir nemum sínum að þau uppfylli ekki faglegu kröfurnar. Reyndar eru þau svo langt frá því að uppfylla að jafnaði kröfurnar níu að þau rètt merja Andrés önd og Andrésínu í þeim efnum (með fullri virðingu fyrir þeim fuglum).

Friðrik Eysteinsson, 5.9.2013 kl. 01:31

5 Smámynd: Friðrik Eysteinsson

Það er tvöfalda siðgæðið í þessu sem er vandamálið. Þannig taldist Jón Baldvin þekkingar- og reynslulega hæfur. Á sama tíma standast Ingjaldur Hannibalsson og Árelía Eydís Guðmundsdóttir þ.e. deildar- og varadeildarforseti viðskiptafræðideildar ekki þær faglegu kröfur sem gerðar eru til þeirra sem leiðbeinenda doktorsnema en 'leiðbeina' þeim samt. M.ö.o. þá virðast fagleg sjónarmið hafa minna vægi í HÍ en meint siðferðileg sjónarmið.

Friðrik Eysteinsson, 5.9.2013 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband