Vigdís er sexý í augum samfylkingarmanna, tvær ástæður

Tvær ástæður eru fyrir því að Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er einatt skotspónn Samfylkingarmanna og RÚV. Í fyrsta lagi á Vigdís það til að mismæla sig.

Meðal-Samfylkingarjóninn er smámunasamur pedant sem finnur til yfirburða ef hann getur leiðrétt einhvern fyrir smotterí eins og ambögur.

En hitt skiptir þó meira máli að Vigdís er sannfæringastjórnmálamaður. Hún talar af ákefð og snerpu sem tækifærissinnum í Samfylkingunni finnst í senn óþolandi og ómótstæðilegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Von er að Vigdísi sárni
verandi táknmynd þess alls
sem eltihrellirinn Árni
ástæður rekur síns falls

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.8.2013 kl. 22:19

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hreinskilni Vigdísar Hauksdóttur fer í taugarnar á sumum. Er hreinskilni ekki kostur?

Eða á að haga sér eins og tvöfeldni-liðið í Vinstri Grænum?

Undarleg þessi gagnrýni á Vigdísi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.8.2013 kl. 00:37

3 Smámynd: Sólbjörg

Undarlegt hvað VG og Samfylkingarfólki virðist mörgu skorta húmor og eðlisgreind eða hæfni til abstrakt hugsunar. Þess vegna er eins og margir skilji ekki frumlega útúrsnúninga Vigdísar út úr málsháttum og samlíkingum og halda einatt að hún kunni ekki að fara rétt með. Svo kannski mismælir hún sig aðeins því hún er mælsk og talar hratt þá gerist það sem Pál skrifar um smásmugulegar aðfinnslur um Vigdísi.

Að sama skapi til að skilja heildarmynd skattakerfis og virkni þess og hvernig hagkerfið í þjóðfélaginu virkar þar líka góða eðlisgreind, það er því ekki nóg að skilja einstaka hluta þess það verður að vera færni til að tengja heildina saman í framkvæmd.

Sólbjörg, 30.8.2013 kl. 11:11

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ættir að vita það fyrrum Samfylkingarmaðurinn og formaðurinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.8.2013 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband