Dauð samtök í fullu fjöri

ESB-sinnar eru gefnir fyrir mótsagnir. Þeir vilja fórna fullveldi Íslands en segja fullveldið aukast með ESB-aðild. Þeir vilja að Ísland borgi 15 milljarða árlega til Brussel en fullyrða að við græðum á aðild.

Það er við hæfi þegar samtök ESB-sinna segja upp starfsfólki og draga saman seglin í starfseminni að þá er yfirskriftin á tilkynningunni Í fullu fjöri.

Jamm. Og evran mun sameina öll ríki álfunnar í Stór-Evrópu.


mbl.is Já Ísland dregur saman seglin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Athyglisverð frétt.  Ætli það sé tilviljunin ein að Já-Ísland þurfi nú að draga saman seglin vegna fjárskorts?  

Launaðir starfsmenn eru hættir og framvegis verður Já Ísland rekið á frjálsum framlögum og sjálfboðavinnu líkt og Heimssýn?

Hefur nú loksins myndast jafnræði með þessum tveimur andstæðu fylkingum?

Kolbrún Hilmars, 29.8.2013 kl. 17:13

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo langt sem það nær Kolbrún mín,nú reynir á blinda trú já-sinna,því rök þeirra halda ekki vatni. Á sama tíma styðja Heimssýnarmenn málflutning sinn haldgóðum rökum sem aldrei,mér vitanlega, hefur tekist að hrekja. Það fylgir engin sérstök hlökkun að horfa upp á fólk verða AF trú sinni,en þessi Esb samtök snertu okkur illa sem áttum allt undir,þegar trúboðar þeirra komust til valda,tillitslausir andþjóðlegir svo sveið undan.

Helga Kristjánsdóttir, 29.8.2013 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband