Evran gölluð, segir Merkel

Evran er gölluð í grundvallaratriðum, segir Angela Merkel kanslari Þýskalands og bætir við að Grikkir hefðu aldrei átt að fá inngöngu í myntsamstarfið. Grikkir svindluðu sér inn á evru-svæðið með því að falsa hagtölur.

En það eru ekki aðeins Grikkir sem eru í bullandi vandræðum við að búa við sömu gengisskráningu og Þýskaland. Írland, Portúgal, Spánn, Kýpur og Ítalía eru í vanda vegna þess að gengi gjaldmiðilsins er of hátt skráð fyrir viðkomandi efnahagskerfi.

Eina leiðin til að laga hönnunargalla evrunnar er að búa til sameiginlegt ríkisvald fyrir ríkin 17 sem hafa evru sem lögeyri. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Þjóðríkin 17 eiga ekki sameiginlega sögu, ekki sameiginlega menningu, ekki sameiginlega stjórnmálahefð, ekki sameiginlegt tungumál - aðeins sameiginlegan gjaldmiðil.

Gjaldmiðillinn verður alltaf aðskotahlutur í samstarfi þessara þjóða og ekki auka samstarfið heldur torvelda það með því að ala á sundurlyndi.


mbl.is Mistök að leyfa Grikkjum að nota evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, meir að segja Finnar fá að finna núna fyrir Evrunni, sem þeir hældu á fundum hér á síðustu árum á kostnað ESB. Glötuð samkeppnihæfni til margra ára hefur aukið skuldir Finna umfram mörkin sem Evrulöndum eru sett.

http://www.bloomberg.com/news/2013-08-26/finland-limps-down-road-to-euro-treaty-failure.html

Ívar Pálsson, 29.8.2013 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband