Gnarrvćdd vinstristjórnmál

Best heppnađa pólitíska nýsköpunin eftir hrun, mćlt í fylgi, er frambođ Jóns Gnarr og Besta flokksins til borgarstjórnar 2010. Vinstrimenn, sem leita stöđugt ađ nýjastu tísku, reyndu ađ afrita árangur Jóns Gnarr í forsetakosningunum 2012 međ frambođi Ţóru Arnórsdóttur en tókst ekki.

Aftur var reynt ađ Jón Gnarra fólk til ađ kjósa vinstriframbođ í vor en Björt framtíđ floppađi. Vinstrimönnum, a.m.k. ţeim skynsamari ţar á bć, er orđiđ ljóst ađ gnarrvćđing stjórnmálanna er tapađ spil. Gnarrvćđingin gengur út á uppákomur í kringum einstaklinga. Samherjum er lyft á stall en andstćđingar rifnir niđur. Málefni eru engin en persónur allt.

Margrét Björnsdóttir, einn af reyndari pćlurum á vinstri kanti stjórnmálanna, skrifar grein í Fréttablađiđ um stöđu vinstri stjórnmála. Margrét leggur til ađ vinstrimenn finni sér sameiginlegan vettvang líkt og ţeir gerđu um miđjan níunda áratuginn. En upp úr málfundafélögum varđ uppstokkun á vinstri kanti stjórnmálanna um aldamótin, ţegar Samfylking og VG komu til sögunnar.

Grein Margrétar birtist á mánudag. Nćr engin umrćđa er um greinina. Alla vikuna hafa vinstrimenn veriđ uppteknir ađ níđa skóinn af Vigdísi Hauksdóttur. En ţađ er einmitt einkenni gnarrvćddra stjórnmála ađ einblína á persónur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hnífskörp greining! M.ö.o: Boltinn inn!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.8.2013 kl. 01:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband