Vinstrimenn harma sjálfa sig

Vinstriflokkarnir, VG og Samfylking, með RÚV sem bakhjarl bjuggu til undirskriftarsöfnun gegn lögum sem lækkuðu veðleyfagjald. Vinstrimenn töldu að þar með skapaðist óvissa um stjórnskipun landsins.

Engum öðrum en vinstriflokkunum, sem fengu um 20 prósent fylgi í þingkosningum fyrir nokkrum vikum, datt í hug að nokkur pólitísk kreppa væri yfirvofandi þótt RÚV-studd undirskriftarsöfnun á netinu gengi ágætlega.

Núna þegar upphlaupið er liðið hjá flytur RÚV fréttir sem harma óvissuna sem hvergi var nema hjá þeim sjálfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Verður þú aldrei leiður á að tyggja sömu tugguna?

Jón Kristján Þorvarðarson, 10.7.2013 kl. 17:15

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Eða sagt með öðrum orðum "Sjaldan er góð vísa of oft kveðin"

Jónatan Karlsson, 10.7.2013 kl. 17:31

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég held að þau 70% þjóðarinnar sem eru á móti þessari lækkun veiðigjaldsins hljóti að harma þetta líka. Nú hefur forsetinn lækkað verulega í áliti hjá þeim enda hann búinn að sýna það að henn er ekki forseti almennings heldur strengjabrúða kvótahafa. Þarna tók hann hagsmuni kvótahafa fram yfir almannahagsmuni. Það verður alla tíð svartur blettur á hans forsetaferli.

Sigurður M Grétarsson, 10.7.2013 kl. 23:24

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ef þessi ákvörðun forsetans er svona torskilin, hvað finnst þér Sigurður, þá um val meirihluta kosningabærra í s.l. kosningum? Nóg var þó annars af ágætum framboðum.

Jónatan Karlsson, 11.7.2013 kl. 01:26

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mér finnst þessi ákvörðun forsetans torskilin. Mér finnst hún einfaldlega röng í ljósi þess að 70% þjóðarinnar er á móti þeim lögum sem hann neitaði að vísa í þjóðaratkvæðagreiðlsu og því fá dæmi um meiri gjá milli þings og þjóar en í þessu máli.

Val um 15 til 20% kjósenda í seinistu kosningum var á grunvelli kosningaloforða sem litlar líkur eru á að hægt sé að efna og afgangurinn er fastafyldi stjórnarflokkanna. Niðurstaða kosninganna segir því nákvæmlega ekkert um skoðun kjósenda á þessu tiltekna máli.

Sigurður M Grétarsson, 11.7.2013 kl. 09:06

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú er ég hissa Sigurður M. Grétarsson er ekki með allt á hreinu af því að hann á erfit með skilja ákvörðun Forsetans, maður sem veit allt.

Hvort að Sigurði M. Grétarsyni finnist ákvörðun Forsetan röng held ég að stórum meirihluta landsmanna er alveg sama hvað Sigurði M. Grétarsyni finst um ákvörðun Forsetans.

Ég var með skoðunarkönnun og spurði bara fólk sem var með veiðigjaldafrumvarpinu og 100% þeirra sem voru spurðir voru fylgjandi frumvarpinu. Þýðir það að 100% þjóðarinnar er með frumvarpinu?

Könnunin var gerð í dag.

Kveðja frá London.

Jóhann Kristinsson, 11.7.2013 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband