Gjá milli þjóðar og RÚV-flokkanna

Misheppnað upphlaup vinstrimanna og málgagns þeirra, RÚV, vegna laga um veiðileyfagjald staðfesti niðurstöðu kosninganna í vor þar sem samanlagt fylgi VG og Samfylkingar var liðlega 20 prósent.

Forsetinn tók afstöðu með stjórnfestu á móti upphlaupsliðinu á vinstri kanti stjórnmálanna.

Með stuðningi RÚV er leikur einn að safna þúsundum undirskrifta á netinu. Upphlaupsaðgerðin vegna veiðileyfagjaldsins gerir það eitt að grafa undan tiltrú á þjóðaratkvæðagreiðslum

Hvorki Samfylking né VG og enn síður RÚV ríða feitum hesti frá upphlaupinu.


mbl.is Segir forsetann skorta hugrekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

1300 manns hafa nú sagt sína skoðun á gjörningi forsetans í könnun á DV.  75% eru óánægð með hana.   Það er réttlætistilfinning fólks sem ræður því og þeir sem styðja milljarða gjafafærslu peninga til auðmanna og styðja enn meiri niðurskurð tengt því ættu að hugsa sinn gang.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.7.2013 kl. 10:23

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Útvarpsstjóri ríkisins, Páll Magnússon hefur hafið baráttu fyrir hagstæðari úrslitum í leikjum ÍBV.

Telur að stjórn Knattspyrnusambands Íslands þurfi að endurskoða alheimsreglur knattspyrnunnar.

Þeim er fátt óviðkomandi á RÚV.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.7.2013 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband