Kvótahopp og hvernig það er framkvæmt

Breskir og írskir sjómenn töpuðu fiskimiðum sínum til Spánverja og Portúgala á áttunda áratug síðustu aldar, þegar Írland og Bretland gengu í Evrópusambandið. Írsk og bresk stjórnvöld reyndu að setja reglur til að tryggja að fiskimiðin væru nýtt af íbúum strandhéraðanna.

Spánverjar svöruðu með aðgerðum sem kallast kvótahopp. Það er viðurkennd aðferð í Evrópusambandinu til að  komast yfir kvóta í fjarlægu landi. Króatar, sem urðu ESB-þjóð 1. júlí, vita að sjávarútvegur þar í land mun ekki bera sitt barr þegar króatískt hafsvæði fellur undir ESB.

Króatískur sjómaður útskýrir hvernig kvótahoppið fer fram

En Latin segir að engin trygging sé fyrir því að Króatar sitji einir að 12 mílunum. Ítalskar útgerðir þurfi einungis að semja við króatískan sjómann sem sé reiðubúinn að selja veiðileyfi sitt og hætta sjálfur starfsemi og stofna síðan eigið fyrirtæki í Króatíu

Fiskveiðistefna ESB stuðlar að rányrkju enda stærsti hluti fiskistofna á hafsvæði ESB ofveiddur.


mbl.is Króatískir sjómenn óttast framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Veiðileyfið gengur semsagt kaupum og sölum á frjálsum markaði. Af hverju ættu Króatar að selja?

Svo er fyrirtækið stofnað í Króatíu. Borga skatta þá í króatískan ríkissjóð.

Já, semsagt stórhættulegt arðrán.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2013 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband