Alexía landráðastelpa og þýsku forstjórarnir

Alexía Papaioannou er 17 ára grísk stúlka. Hún er í þeirri öfundsverðu stöðu að vera með hæstu einkunn í árlegu samkeppnisprófi grískra ungmenn um skólavist í háskólum þar í landi. Grikkir láta mikið með þetta próf með fréttaumfjöllun um raunir þeirra sem leggja það á sig og auðvitað viðtöl við þá sem skora hæst.

Aþenustelpan Alexía, sem sagt, tók besta prófið í ár. Samt er hún kölluð landráðastelpan af sumum Grikkjum. Hvers vegna? Jú, Alexía, ætlar ekki að innritast í  grískan háskóla í haust. Hún ætlar úr landi og nema lög í Heidelberg eða München í ÞÝSKALANDI. Í huga margra Grikkja er Þýskaland stóri óvinurinn sem neitar að bjarga Grikklandi frá þjóðargjaldþroti.

Grikkir og Þjóðverjar eru ásamt 15 öðrum ríkjum í myntbandalagi um evruna. Þýska hagkerfið ræður verðgildi evrunnar og hún er alltof dýr fyrir fábrotið hagkerfi Grikkja. Vegna evrunnar eru Grikkir læstir inn í varanlegri kreppu þar sem atvinnuleysi hleypur á tugum prósenta og stórflótti námsmanna og menntafólks blasir við. ,,Alexía flýr síðasta bananalýðveldi Evrópu," sagði einn fjölmiðill um ákvörðun úrvalsnemandans frá Aþenu.

Alexía og annað ungt fólk í jaðarríkjum Evrópusambandsins svarar ákall þýskra forstjóra sem óttast fólksfækkun til muna meira en fjármálakreppur og annað kreppuástand - sem hvort eð er grasserar aðeins í Suður-Evrópu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband