Ísland á ekki að vera hæli fyrir njósnara

Vestrænt lýðræði er umdeilt. Heilu þjóðirnar senda syni sína að drepa og vera drepnir fyrir vestræna lýðræðið. Aðrir drepa óbreytta borgara vestrænna þjóða fyrir misgjörðir, bæði gamlar og nýjar. Þegar mannslíf eru í húfi reyna stjórnvöld að beita ýmsum brögðum til að kæfa hryðjuverk í fæðingu.

Leyniþjónustur vestan hafs og austan búa að langri sögu njósna og gagnnjósna. Eðli málsins samkvæmt eru fæstar aðgerðirnar á yfirborðinu. Þá má bóka að sannleikurinn og lygin verða ekki auðveldlega aðgreind í þessari starfsemi og oft er óljóst hverjir eru hetjur og hverjir skúrkar.

Fáeinir Íslendingar eru áhugasamir að gera landið okkar að vettvangi þeirra sem vilja vera stikkfrí um lengri eða skemmri tíma frá njósnaiðkun. Á meðan þeir eru stikkfrí eiga þeir að heita ,,uppljóstrarar".

Ísland ætti ekki að taka það hlutverk að sér. Við höfum engar forsendur til að meta hvað er satt eða logið í heimi njósna. Spuni almannatengla sem vilja gera sér mat úr starfsemi uppljóstrara og slá í leiðinni pólitískar keilur hjálpar ekki upp á sakirnar.

Ísland tekur ekki þátt í leyniþjónustustarfi stórvelda og ætti ekki að skipta sér af afleiðingum njósnanna.


mbl.is Gestir undir smásjá spæjaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þá sem leggja líf sitt í hættu við að upplýsa um mannréttindabrot býð ég velkomna til Íslands.

Fyrir hverja á Ísland annars að vera hæli að þínu mati ? Varla heldur pólitíska flóttamenn eða fólk úr ólíkum menningarheimi ef ég skil þína stokkfreðnu hugmyndafræði rétt ?

hilmar jónsson, 19.6.2013 kl. 09:43

2 identicon

Tek undir þetta Palli.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 10:57

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Íslandi er í hernaðarbandalagi með stórveldi. Og hvað ef þetta stórveldi er að njósna um Íslendinga?

Skeggi Skaftason, 19.6.2013 kl. 11:42

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það njósnar um þig Skeggi, vertu viss um það, og gerir það til að þú hafir nóg af samsæriskenningum að fróa þér við í vinstra horninu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.6.2013 kl. 12:15

5 Smámynd: rhansen

Sannarlega sammála Páli !..og gæti haf mjög alvarlegar afleiðingar fyrir að taka að okkur að vera "njósnageymsla "

rhansen, 19.6.2013 kl. 12:48

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta eru ekki góðir tímar fyrir njósnara. 

Í kalda stríðinu áttu njósnarar alltaf víst skjól hjá "vinnuveitanda" sínum, en í dag vill enginn hýsa þá.

Kolbrún Hilmars, 19.6.2013 kl. 13:34

7 identicon

Eigum við semsagt ekki að leggja okkar á vogaskálarnar, bara vera hlutlaus eins og Svíðþjóð og Sviss í seinni heimsstyrjöldinni, ekki taka neina áhættu sem gæti komið sér illa fyrir okkur ?

Ég er alveg sammála með það að það er ekki auðvelt að sjá hvað er satt og rétt en ég er nokkuð viss um að USA er í vonda liðinu. Eigum við ekki bara að láta Snowden Njóta vafans..

hver er annars þín skoðun, helduru að hann hafi "átt" að leka upplýsingunum og sé ennþá að vinna fyrir CIA og co ?

Er þetta eki vel við hæfi hér...

All that is necessary for the triumph of evil is that good men do nothing.

-Edmund Burke

maggi220 (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 13:37

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Njósnarar hafa bjargað þjóðum svo látum þær þjóðir vera í friði. Við viljum ekki hýsa hvorku uppljóstrara né Njósnara. Þeir munu halda áfram hé á landi og gera. Það skal engine segja mér að hér séu ekki alþjóðanjósnaras og hafa heyrst dæmi að Kínamenn stundi þá iðju hér. Látið aðrar þjóðir vera. Hugsum um okkur.

Valdimar Samúelsson, 19.6.2013 kl. 16:02

9 identicon

Maðurinn á bara að vera hetja heima hjá sér.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 18:01

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Veistu Gunnar það er dálítið til í þessu en ein lausn við vanda heimsins er að hver og einn versli matvæli sem eru framleiddar innan 60 km frá heimili sínu. Þeóríst er dálítið til í þessu þótt það gangi ekki alltaf upp. Sjáðu alla orkuna í formi Methen sem hægt væri að búa til ef allur úrgangur á landinu væri nýttur

Valdimar Samúelsson, 19.6.2013 kl. 18:48

11 identicon

já já, menn eiga að vera með soldið af svínum og keyra svo eldavélina á methen :)

Sandkassinn (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 21:52

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

oft er óljóst hverjir eru hetjur og hverjir skúrkar.

Það er hinsvegar alveg fullljóst hverjir það eru sem eru lygarar.

Ríkisstjórnir flestra landa, bæði í okkar heimshluta og öðrum.

Síðuhöfundur virðist þó finna því allt til foráttu að veita sannsöglum hæli.

En með því að gefa Bobby Fisher ríkisborgarétt fyrir að standa uppi í hárinu á bandarískum stjórnvöldum hlýtur að hafa verið skapað fordæmi... ekki satt?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2013 kl. 22:31

13 identicon

Þetta er ekki sannsögli Guðmundur heldur maður sem heldur ekki trúnað við sitt heimaland. Það versta sem gæti komið fyrir þá sem berjast gegn PRISM væri annað 9/11. Hugsaðu þér hvaða afleiðingar það hefði fyrir þá sem berjast svo heiftarlega gegn prógramminu. Ýmislegt er satt og rétt í gagnrýni þessa fólks, en hvenær gengur þetta fólk of langt og skaðar umhverfi sitt, það kemur að því.

Bobby Fisher var aldraður og fárveikur á sál og líkama eftir einhver ár á flótta undan veikum ákærum. Hann sótti um ríkisborgararétt, maðurinn var sjúklingur með ranghugmyndir og ofskynjannir. Þetta er á engan hátt sambærilegt.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 22:56

14 Smámynd: Elle_

- - - en ég er nokkuð viss um að USA er í vonda liðinu - - -  Og vegna þess að einn og einn maður er nokkuð viss um að USA sé vont, ættum við að hýsa mann sem brýtur lög og stjórnarskrá þar.

Elle_, 20.6.2013 kl. 01:10

15 identicon

Er ég að skilja ykkur rétt, finnst ykkur í lagi að ríkisstjórn bandaríkjanna geti njósnað um allt og alla á netinu í nafni "þjóðaröryggis" ? Og að Snowden sé vondi gæjinn ? Eruð þið ekki að sjá samlíkinguna með Orwell og Þýskalandi nasismans ?

Elle: Getur verið að þú sért eitthvað að misskilja ? Það er ríkið sem er að brjóta 4 grein stjórnarskrárinnar en í henni stendur:

"The right of the people to be secure in their persons, houses, papers, and effects, against unreasonable searches and seizures, shall not be violated, and no Warrants shall issue, but upon probable cause, supported by Oath or affirmation, and particularly describing the place to be searched, and the persons or things to be seized."

maggi220 (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 07:38

16 identicon

Maggi, NSA hefur ekki slíka heimild. Þeir þurfa að vinna samkvæmt úrskurði dómara í hvert skipti.

Það að "ríkið sem er að brjóta 4 grein stjórnarskrárinnar", ég hef ekki séð neina staðfestingu á því að málið falli undir 4. Það eru blaðamenn sem halda því fram, ekki lögfróðir menn.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 07:55

17 identicon

Lögfræðingar eru ansi slyngir í að túlka lögin sér í vil og ég myndi persónulega ekki vilja vera í lögfræðideilu við öflugustu stofnun heims, sem er ríkisstjórn BNA, en það sér hvert mannsbarn að þarna eru þeir í besta falli komnir á mjög grátt svæði.

Ef ferillskrá ríkkisstjórnar USA væri kanski soldið betri þá væri maður kanski ekki eins áhyggjufullur en þetta er bara eitt atriði af svo fjöldamörgum sem bendir til þess að USA sé á leiðinni í eitthvað 1984 brave new world þjóðfélag..

maggi220 (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 08:12

18 identicon

Við skulum nú ekki gleyma því að Brave New World og 1984 eru skáldsögur eftir allt saman. Þó er það rétt að það er alltaf sú hætta á ferðum að farið sé yfir strikið í þessu og að Orwell ástand skapist. En NSA hefur stöðvað yfir 50 hryðjuverkaupphlaup síðan 9/11.

Það versta sem gæti gerst væri að slakað yrði á hryðjuverkavörnunum að þeir fengju annað hryðjuverk á svipuðum scala og 9/11. Þá yrði án efa tekin George Orwell á þetta. Það væri slæmt þannig að hér þarf að ríkja visst jafnvægi milli eftirlits með þessari njósnastarfssemi og gagnrýni andstæðinga þeirrar starfssemi.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 08:28

19 identicon

1984 og Brave New World eru skáldsögur með boðskap, ætluðum að vera varnarorð fyrir framtíðina.

Síðan er bara svo víða pottur brotinn við allt þetta stríð gegn hryðjuverkum, 9/11 o.s.f.v. Það virðist henta Bandaríkjunum einstaklega vel að hafa þessa "hryðjuverkamenn" sem óvini. Þar með er hægt að skilgreina alla sem eru ekki sammála þér sem óvini ríkisins í stríði sem getur aldrei unnist. Það ætti að vera öllum ljóst sem vilja sjá það að USA er og hefur gegnum tíðina verið að gera mjög ranga hluti í heiminum og þeir eru alls ekki þessir góðu gæjar sem þeir þykjast vera.

kanski við hæfi að smella smá tilvitnun úr 1984 hér í lokin:

The war is waged by each ruling"

group against its own subjects, and the object of the war is not to make

or prevent conquests of territory, but to keep the structure of society

intact" - George Orwell , 1984

maggi220 (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 08:54

20 identicon

Gunnar: Þér finnst semsagt ekkert athugavert við þetta 9/11 mál ? Hvernig þeir nýttu tækifærið til að ráðast inní Írak og Afghanistan, Hvernig þeir hjálpuðu "Al-Qaida" að taka yfir Lýbýu og Eru núna að nota hryðjuverkamenn til að taka yfir Sýrland ?

maggi220 (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 08:58

21 identicon

"athugavert við þetta 9/11 mál", ef þú átt við kenningar um af hverju byggingin hrundi og annað þá er nú hlegið að þeim kenningum á verkfræðistofum landsins.

Hvað varðar utanríkisstefnu BNA sem þú víkur að þá er ég ekkert hrifin af henni.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 13:02

22 identicon

Ég er ekki endilega að tala um eitthvað eitt atriði það eru bara svo fjöldamargt grunsamlegt við þetta og það vita allir sem nenna að kynna sér þetta með opnum hug, líka það hversu hentugt þetta var allt saman fyrir Ríkisstjórnina. Þessir Neo-Conservitive menn voru lengi búnir að tala um hvað þá vantaði nýja "Pearl Harbor" árás. Það var hershöfðingi að tala um það núna um daginn að mörgum árum fyrir 9/11 hefði verið búið að gera drög að áætlun um að ráðast inní þessi Arabalönd sem ráðist hefur verið á og einnig nokkur sem á eftir að ráðast á, eins og Íran o.f.l.

Þú segir að hlegið sé að þessum kenningum á verkfræðistofum landsins, ég leyfi mér nú bara að draga það í efa, en auðvitað er það vel þekkt varnarhegðun hjá fólki sem er búið að móta sér skoðun fyrirfram að reyna að hlæja og gera lítið úr þeim sem aðhyllast ekki mainstream skoðanir. Ég ætla ekki að fullyrða um einstök atriði í þessu en það er lítið mál fyrir fólk að fletta því uppá youtube og ef þú td slærð inn "911 engineers" þá er greinilegt að margir verkfræðingar í USA eru ekki sammála því sem þú villt meina að Íslenskir verkfræðingar haldi fram. Eru þínir Íslensku verkfræðingar kanski miklu gáfaðri, eða kanski heimskari ?

En allavega þá hafa bandarísk stjórnvöld verið allt annað en góð og heiðarleg í gegnum tíðina og þetta stríð gegn hryðjuverkum er bara farsi. Maður veit það svosem að margir í USA eru alveg útá túni en maður hefði haldið að Íslendingar væru nú velflestir farnir að sjá í gegnum þetta

maggi220 (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 21:08

23 Smámynd: Elle_

Nokkrir Íslendingar hafa nú verið ansi langt úti á túni, eiginlega úti á ólguhafi.  Og síst síður en Bandaríkjamenn.  Ætli séu ekki menn úti á túni í öllum ríkjum veraldar?  Eins og þú spurðir mig 07:38: Getur verið að þú sért að misskilja?  Ætli við ráðum nokkuð við það hvað ein öflugasta ríkisstjórn veraldar ætlar að gera í dómsmálum gegn ríkisborgurum sem hafa brotið lög og stjórnarskrá?

Elle_, 20.6.2013 kl. 21:31

24 identicon

Ég er búin að efast um Bandarísk stjórnmál og utanríkisstefnu síðan 1980 Maggi. En ýmsar kenningar og gagnrýni sem heyrst hefur í seinni tíð er þó að mínu mati ekki trúverðug. Það er margt sem er gagnrýnisvert í BNA, eitt af því er undarlegt samstarf FBI við stjórnvöld í Kólumbíu og Panama.

En þessi pæling að sýna fram á einhvern hentugleika eftir á, við gætum bent á þá sem græddu á íslenska efnahagshruninu og haldið því fram að þeir hafi skipulagt hrunið. John Perkins og Max Keiser segja það. En ótt þær hugmyndir séu athyglisverðar og eigi fullan rétt á sér þá held ég að það beri að varast að verða heltekin af þeim.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 01:16

25 identicon

Jájá, það borgar sig oft að taka þessum hlutum "með korni af salti" eins og kaninn myndi segja. En kaninn segir líka stundum "Where there's smoke there's fire" Eftir að hafa sökkt mér niður í þetta efni síðustu ár, þá er lítill vafi í mínum huga hvað sé í gangi. Og þetta er heldur ekert nýtt, spillingin er búin að viðgangast í USA í marga áratugi, árhundruð jafnvel.

Annars er skemmtilegt að þú skulir minnast á Kólumbíu og Panama ég var einmitt að spá í að henda inn link á þátt 18 af 24 þátta seríu CNN um Kalda Stríðið, bara svona rétt til að rifja upp hvernig USA hefur hagað sér gegnum tíðina. Öll þessi Sería er reyndar mjög skemmtileg og allir þættirnir eru á Youtube. Set link á þetta hér fyrir neðan:

http://www.youtube.com/watch?v=u1Qlc5TzRwA

maggi220 (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 11:02

26 identicon

Takk fyrir þetta, kíki á þetta, ég var í Panama árið 2000, það var mjög skrautlegt, ég man alltaf eftir að það var þreföld vegabréfaskoðun út úr landinu :)

Sandkassinn (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband