Bandaríkin bjarga Evrópu í þriðja sinn

Evrópusambandið var stofnað til að verða risastórt fríverslunarsvæði. Heimamarkaður aðildarríkja ESB átti að verða nægilega stór til að gera fyrirtækjum kleift að vaxa alþjóðlega. Það gerðist ekki. Þrátt fyrir fríverslun innan ESB er lítil samleitni milli markaða innan sambandsins.

Ef frá eru talin sameiginleg verkefni undir ríkisforsjá, t.d. Airbus, eru þjóðríkin enn hornsteinn sem fyrirtæki hvíla á. Efnahagslega höktir og skröltir Evrópusambandið. Fyrirsjáanleg mannfækkun í álfunni, samkeppnin við Kína og hætta á að Bretar yfirgefi sambandið knýr Brussel til leita fríverslunarsamninga við Bandaríkin. Vestan hafs er uppsveifla. Nýjar aðferðir við orkuöflun og sterk lýðfræði ásamt aðgengi að stórum mörkuðum í Suður-Ameríku eru tromp Bandaríkjanna sem Evrópa á engin svör við.

Evrópusambandið er um það bil að gefast upp á sjálfu sér og leitar eftir bandalagi vestur um haf. Það verður í þriðja sinn á hundrað árum sem gamla nýlendan dregur gömlu Evrópu upp úr kviksyndi. Bandaríkin björguðu Evrópu í fyrri heimsstyrjöld og aftur í þeirri seinni. Á næsta ári er aldarminning fyrri heimsstyrjaldar.

Svo halda ESB-sinnar hér á landi að ríkjabandalagið í austri sé heppilegasti bandamaður Íslendinga.


mbl.is Kann að kosta Ísland þúsund störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Best væri fyrir alla að ESB hlyti hljóðann og skjótann dauðdaga sem fyrst ...þá væri bæði her og annarsstaðar hægt að snúa ser að raunverulegri uppbyggingu .öllum til hagsbóta ..

rhansen, 18.6.2013 kl. 20:47

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

 20%in  í ESB eru að gefast upp á almúganum. Almúginn hefur ekki lengur efni á að versla neinn varning hjá sínum þjóðríkjum og er kominn á heljarþröm og þessi 20% sjá ekki neinn tilgang lengur til að reyna að koma til bjargar. Þeir ætla að halda aðeins lengur áfram til að auðga sig enn frekar, eða a.m.k. þar til þolinmæði almúgans er enn til staðar.

Engir skattar eru teknir af afskiptum  atvinnulausum þegnum og þá ekki heldur af þeim sem eru komnir á framfæri sveitafélaga. Ríkisstjórnir ríkja ESB eru komnir með alvarlegt vandamál sem þeir þurfa að leysa. ÞEir vita sem víst að USA þarf einungis að gjaldfella sinn gjaldmiðil og evrópskar vörur frjósa inni í skemmum framleiðanda. Sömu sögu má segja um vörur kínverja ef þeir gjaldfella ekki sinn gjaldmiðil.

Uppstokkun ESB blasir við í komandi framtíð og þau ríki sem bregðast ekki strax við verða undir, þegar almúginn hefur fengið nóg. 

Mögulega er nýtt stríð framundan í Evrópu og ný herraþjóð mun ráða ríkjum þar. Það er annaðhvort Kínverjar eða USA.

Brusseler búin að missa tökin algerlega og þá sérstaklega með þessum fríverslunarsamningum sem þeir eru státa sig af í nafni þeirra sem fylla 20%entin.

Eggert Guðmundsson, 18.6.2013 kl. 22:04

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

"Sömu sögu má segja um vörur kínverja ef þeir gjaldfella ekki sinn gjaldmiðil gagnvart USA dollar" 

Þetta átti að standa.

Eggert Guðmundsson, 18.6.2013 kl. 22:10

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þessi lífseiga staðhæfing að Bandaríkin hafi bjargað Evrópu í fyrri heimsstyrjöld er í raun innistæðulaust "slógan". Í raun má færa fyrir þvó rök að einmitt vegna beinnrar þátttöku Bandaríkjanna í stríðinu á vesturvígstöðvunum síðasta stríðsárið 1918 sem olli niðurlægjandi ósigri Þjóðverja hafi verið kveikjan að seinni heimsstyrjöldinni með margfalt verri hörmungum en sú fyrri.

Yfirgnævandi líkur eru á Bretar og Frakkar annars vegar og Þjóðvejar hins vegar hefðu séð sig knúna til að semja um frið áður en styrjöldin drægist mikið meir á langinn en orðið var enda herir beggja nánast fastir í skotgrafarhernaði. Í þessu sambandi er rétt að geta að styrjöldinni á ausurvígstöðvunum lauk með Brest-Litovsk samningunum í byrjun mars 1918 þar sem kommúnistastjórn Rússa varð að ganga að mjög hörðum skilmálum. Bandríkjamenn sáu síðar mjög eftir því að hafa blandað sér í átök stórveldanna í Evrópu og þingið lét breyta stórnarskrá Bandaríkjanna á þann veg að miklu stærra hlutfall þingmanna þyrfti til til að heimila ríkisstjórn Bandaríkjanna að blanda sér í aftur í stríð í Evrópu.

Daníel Sigurðsson, 18.6.2013 kl. 23:13

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það skiptir engu máli hvort það þurfi stærra hlutfall þingmanna í USA til að heimila stríðsátök í Evrópu. Það eru peningar sem ráða öllu.

Það má hugsa aðeins um hverjir hafa fjármagnað þessi stríð í Evrópu og hverjir græddu á þeim.

Eggert Guðmundsson, 18.6.2013 kl. 23:26

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eða kemur Evrópa til að bjarga Bandaríkjunum?

Vandræðin í Evrópusambandinu stafa af agaleysi meðal ráðamanna í Suður-Evrópu. Þar hafa ríkisfjármál ekki verið í samráði við skilyrði Maastrickt samningsins en ríkisskuldir, halli á fjárlögum, dýrtíð og ýms önnur áhrif hafa sett strik í reikninginn.

Ljóst er að fjárhagur BNA getur ekki talist ásættanlegur. Ríkisskuldir eru of háar og dýrtíð er allt of mikil. En mestu skiptir að hallalaus fjárlög alríkisstjórnarinnar virðist vera ákaflega fjarlægur draumur. 

Verðum við ekki að meta afstöðu okkar meir af þessum þáttum en tilfinningum eingöngu? Margir virðast taka afstöðu og vísa fyrst og fremst í tilfinningarök en engin efnisleg og haldbær rök byggð á staðreyndum.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 18.6.2013 kl. 23:39

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þess má geta að um þriðjungur ríkisskulda Grikkja eru tilkomnar vegna kaupa á hergögnum. Hernaðarbölið bætist því harkalega á erfiða stöðu þeirra. Ætli herleysið hafi ekki haft sitt að segja til að útskýra hversu við komumst furðufljótt út úr erfiðleikum bankahrunsins?

Guðjón Sigþór Jensson, 18.6.2013 kl. 23:43

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá spyr ég,urðu þessar ríkisskuldir Grikkja ekki tilkomnar vegna kaupa þeirra á hergögnum fyrir skilyrt lán frá Esb?

Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2013 kl. 02:11

9 identicon

Nei Helga, þær urðu til vegna þess að Grikkir einfaldlega eyddu of mikið í ríkisgeiran sinn og félagslega kerfið miðandi við tekjur ríkisins og notuðu lán til að fela þá staðreynd. Þetta hér línurit lýsir ástandinu og það svart og hvítt að þetta er Grískum stjórnvöldum að kenna

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/1/1b/HellenicOeconomy%28inCurrentEuros%29.png

Það sama á við á Spán þar sem fylkin geta heimilað endalausar atvinnuleysisbætur og önnur félagsleg verkerfni sem þau síðan neyða spænsku alríkisstjórnina til að borga sem hún getur eingöngu með lántöku.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband