Þjóðaratkvæðagreiðslan 27. apríl gildir í 4 ár

Þjóðin greiddi atkvæði í þingkosningunum 27. apríl. Ýmis stór mál voru undir, þar á meðal afstaðan til ESB-aðildar. Eini flokkurinn sem vill í Evrópusambandið, Samfylkingin, fékk 12,9 prósent fylgi. Þar með er ESB-umsóknin dauð þetta kjörtímabil.

Stjórnarflokkarnir báðir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, eru báðir með á stefnuskrá sinni að hag Íslands er betur borgið utan ESB en innan. Til ítrekunar segja báðir flokkar að ekki komi til greina að Ísland fari í aðlögunarferli inn í Evrópusambandið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra dregur rökrétt ályktun af stefnu ríkisstjórnarflokkanna: forsenda fyrir því að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili um ESB-umsókn er að annar hvor flokkurinn eða báðir breyti stefnu sinni til aðildar að ESB.

Þjóðaratkvæðagreiðslan frá 27. apríl í vor gildir út kjörtímabilið. Um það ættu ekki að vera nein áhöld.


mbl.is Þjóðaratkvæði um ESB ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://jaisland.is/umraedan/ny-konnun-61-vill-klara-adildarvidraedur-vid-esb/#.UbCVKOdWxBE

Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2013 kl. 13:57

2 Smámynd: drilli

ORÐ SKULU STANDA.

Þeir heimtuðu þjóðaratkvæði um framhald viðræðna af fráfarandi ríkisstjórn, lofuðu því sama í kosningabaráttunni en þykir víst sjálfsagt að svíkja það nú eftir kosningar. Og fleiri eru sama sinnis sýnist mér á þessari síðu.

Það er ómerkilegt svo ekki sé meira sagt.

drilli, 6.6.2013 kl. 14:59

3 Smámynd: rhansen

Og forsetinn setti punktinn yfir iið við setningu Alþingis i dag ...allta rettur maður á rettum stað ....

rhansen, 6.6.2013 kl. 15:40

4 Smámynd: drilli

Forsetinn hefur aldrei hætt í pólitík, hann vill geta bæði étið kökuna og geymt hana.

drilli, 6.6.2013 kl. 16:02

5 Smámynd: Elle_

Drilli, hvaða orð skulu standa?  Lastu ekki kolrangt í orðin?

Elle_, 6.6.2013 kl. 18:13

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu ekki þjóðaratkvæði um framhald aðlögunarferlisins. En ferlið verður ekki sett af stað,nema að undangenginni þj´oðaratkvæðagreiðslu. Þetta er sú stefna sem kosin var. Bindandi.

Helga Kristjánsdóttir, 6.6.2013 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband