Uppgjör við fasisma og kommúnisma

Fasismi og kommúnismi voru öfgafyllstu viðbrögð við þjóðskipulaginu sem óx fram í kjölfar iðnbyltingarinnar. Hugmyndastefnurnar tvær sóttu sér réttlætingu í gervivísindi 19du aldar, sbr. vísindalegan sósíalisma og kynbótavísindi.

Á 20stu öld náðu fasistar tökum á ríkisvaldinu í Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal. Kommúnisminn var ríkjandi í Austur-Evrópu.

Öfgastefnurnar tvær bera ábyrgð á ótímabærum dauða tugmilljóna manna. Eins og fréttin um minnismerkið við spænska háskólann er uppgjöri Evrópumanna við hugmyndafræði kommúnisma og fasisma ólokið.


mbl.is Bannað að heiðra baráttuna gegn fasisma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband