Þjóðmenningu úthýst úr aðalnámskrám

Skólar eru hornsteinn þjóðmenningar. Í skólum er nýjum kynslóðum kennd þekking og færni sem í senn eru forsenda samfellu menningarinnar og endursköpunar. Í aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla fer fjarska lítið fyrir þjómenningu.

Átta þættir, sem sumir koma úr tískufögum eins og kynjafræði, eru grunnstef aðalnámskrá skólanna: læsi, sjálfbærni, jafnrétti, lýðræði, heilbrigði, velferð, sköpun og mannréttindi.

Þessir þættir eru allir alþjóðavæddir í meira lagi og gætu átt heima í Danmörku, Ungverjalandi eða Ameríku án fyrirhafnar. Íslenska skólakerfinu virðist ætlað að framleiða rótlausa heimsborgara, ef námsskrá er tekin bókstaflega. Og þótt heimsmenningin skiptir máli þá verður hún hvorki skilin né endursköpuð nema í gegnum heimamenningu - þjóðmenningu.

Nýr menntamálaráðherra þarf að innleiða þjóðmenningu inn í aðalnámsskrá íslenskra skóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fimm stjörnur fyrir þessa færslu, Páll.

Ragnhildur Kolka, 2.6.2013 kl. 14:57

2 identicon

Tek undir þetta.

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband