Sjónvarpið, framleiðsla merkingar og miðlun

Símfyrirtæki veita ekki lengur boðskiptaþjónustu, þ.e. símasamskipti, heldur flytja þau gögn sem geta verið símtöl eða sjónvarpsþættir. Gagnaflutningar símfyrirtækja gera sjónvarpsrekstur vonlausan að því marki sem hann byggir á útlendu efni.

Hvort heldur beinar útsendingar af íþróttaviðburðum eða sjónvarpsþætti þá kaupir íslenskur neytandi efnið beint frá útlöndum í gegnum símfyrirtæki.

Eina réttlæting innlenda sjónvarpsins fyrir tilveru sinni er að framleiða merkingu. Bandarískar, breskar eða norrænar stöðvar geta aldrei framleitt íslenska merkingu. 

Dreifing sjónvarpsefnis fer ekki lengur fram á forsendum sjónvarpsstöðva heldur símfyrirtækja. Af því leiðir verður sjónvarpið aðeins framleiðandi á innlendu efni.

Sjónvarpið er í raun og sann búið að vera.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband