Takmörk hagfræðinnar: raungengi ræður ekki búsetu

Innbyggt í hagfræðina er viðhorfið um að maðurinn reyni alltaf að hámarka gróða sinn, mælt í peningum. Hagfræðingar vinna út frá þessari kennisetningu en forðast samt að segja hana upphátt, líklega af þeirri ástæðu að þá verður heyrinkunnugt hversu fræðigreinin er takmörkuð.

Ásgeir Jónsson hagfræðingur rakst óvart á sannleikann á fundi þar sem helstu hagtölur voru reifaðar og þjóðfélagsleg merking þeirra. Eftirfarandi er haft eftir Ásgeiri

Raunar sagði hann furðulegt að ekki fleiri hefðu flutt út til Noregs þar sem sem raungengið væri mjög hátt. 

 Trúlega þarf maður að vera hagfræðingur til að skilja ekki að fleiri þættir en raungengi ráða búsetu.


mbl.is Verðhækkanir og skortur á íbúðum í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nákvæmlega það sem hefur sýnt sig í jaðarríkjum ESB; hið frjálsa flæði verkafólks virkar ekki.

Atvinnuleysingjar sitja sem fastast heima hjá sér.

Kolbrún Hilmars, 30.5.2013 kl. 22:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það funkerar ekki allt eins og ætlast er til í háleitum markmiðum ESB. Þetta átti þó að vera mjög eftirsóknarvert. Leiðarljós esbés til einskis nýtt. Góða nótt Kolbrún og Páll.

Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2013 kl. 23:38

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Eitthvað finnst mér nú furðulegar, upplýsingarnar sem byrtast í þessari frétt. Því hefur nú verið haldið fram lengi að 4000 íbúðir standi auðar, bara í Reykjavík og á svæðinu þar um kring, - íbúðir sem lánasjóðirnir þráast við að setja í sölu. Og hvers vegna er þetta ekki sett í sölu, - ég bara spyr. Hvaða rétt hafa lánasjóðir (það er stjórnendur sjóðanna), til þess að halda öllum þessum verðmætum ?

Almenningur, ... það er launþegarnir sem borga í þessa lífeyrissjóði, ... eiga alla peningana í þessum sjóðum, þar með allar eignirnar sem hafa verið teknar af fólki með þessu vitskerta vítitölukerfi, ... "nauðungarkerfinu", ... þessu nýmóðins vistarbandi.

Þá á Alþingi, ... nú þegar, ... að stöðva, tímabundið, ALLAR greiðslur launþega inn í lífeyrissjóðina, enda algjör óþarfi að safna upp haugum af peningum í sjóðunum, eins og ástandið er í dag. Launþegar kunna best að nota sína eigin peninga.

Jafnfaramt á að setja lög um að allar greiðslur til þeirra sem þiggja greiðslur frá sjóðunum, - verði tvöfaldaðar frá því sem nú, ... einnig tímabundið.

Tryggvi Helgason, 31.5.2013 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband