Þjóðarsálin, tækifærismennska og íhaldssemi

Há dú jú læk æsland? var útlendingaspurning sem til skamms tíma var höfð um hégóma okkar. Við treystum því að fá fallegt svar sem fullvissaði okkur um að Ísland væri byggilegt. Og jú Gry Ek hittir líka naglann á höfuðið með að íslenskan eigi að vera erfið.

Eyþjóð eins og við, sem í þúsund ár bjó á mörkum hins byggilega heims, hlýtur að vera sérsinna, jafnvel meira en viðtekið er í eyþjóðarsamfélögum.

Tækifærismennskan, sem Gry Ek nefnir, er fyrir hendi. En móteitrið við hugsunarháttinn að grípa gæsina á meðan hún gefst og skorti á meginreglum (prinsippum á útlensku) er stæk íhaldssemi sem einatt bjargar okkur frá verstu öfgum tækifærismennskunnar. Til dæmis ESB-umsókninni.


mbl.is „Þetta er Íslendingum í blóð borið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er viss um að barnungir Íslendingar svo og ófæddir,muni sakna tækifæris- eiginleikanna eftir árhundruð hafi þeir þá máðst út. Gry Eik gleymir einu,í sambandi við leiðtogafundinn,við vorum lausir við þá spennu sem fylgir jafnan þeim sem alls er ætlast til af,og eiga þá frekar á hættu að missa virðingu ef illa tekst til.við þær aðstæður slá menn til. Það má svo krefjast af stjórnvöldum að vera fyrirmynd um vandaða vinnu og fyrirhyggju og fylgja megireglum sem í stjórnarskrá Íslands stendur. Hvaða venjulegur maður kannast ekki við,ferð án fyrirheits,þótt hann stundi það ekki að jafnaði.Hef heyrt þá kenningu að þessir eiginleikar séu nátengdir sjósókn,þar sem menn tóku áhættu um gæftir,því mikið lá við að afla til framfærslu fjölskyldna sinna. Persónulega kann ég ákaflega vel við að þýðingarminni atriði séu ekki punkteruð og fátt skemmtilegra en taka skyndi ákvörðun um annað en í fyrstu var ákveðið,t.d. á ferðalagi.

Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2013 kl. 12:46

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skyndiákvarðanir um alla skapaða hluti geta talist tækifærismennska.

En það merkilega er að best heppnuðustu uppátækin koma af skyndiákvörðunum.  Því mætti ætla að innsæið sé allra best og tengist því að vera réttur aðili á réttum stað á réttum tíma. 

Kolbrún Hilmars, 27.5.2013 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband