Þjarmað að ofbeldisseggjum

Friðhelgi heimilisins er sumum skálkaskjól fyrir ofbeldi en þeir dagar eru taldir. Innan fjölskyldna þrífst stundum ómenning ofbeldis sem nú skal þjarmað að.

Samfélagið telur ofbeldi ekki einkamál gerenda og þolenda og eru sterk rök fyrir því. Heimilisofbeldi kostar þjófélagið stórt. Löggæsla, félagskerfið, heilbrigðisþjónustan og menntakerfið verða fyrir útgjöldum vegna ofbeldis innan veggja heimilisins. Það eru því sterk samfélagsleg rök fyrir því að afskipti opinberra aðila einskorðist ekki við afleiðingar heimilisofbeldis.

Á hinn bóginn er ástæða til að taka vara á víðtæku ríkiseftirliti með heimilum. Það eru takmörk fyrir því hversu langt hið opinbera ætti að seilast í málefni einstaklinga og fjölskyldna.


mbl.is Ofbeldi á heimilum ekki liðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Flestir eru sammála um að ofbeldi heimilum eigi ekki að fá að þrífast. Spurningin er hvað aðferðafræði ber að nota í baráttunni. Það er víst ekki í tísku að að "innræta" börnum eitt né neitt, en þurfa ekki allir að kunna skil á réttu og röngu? Kannski eru áherslurnar í þessari baráttu á röngum stað.

Kjartan Eggertsson, 27.5.2013 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband