Katrín Jakobs leiðtogi Samfylkingar og VG

Þegar vinstrimenn ranka við sér eftir rothöggið 27. apríl munu þeir horfa yfir sviðið og telja heldur klént að búa við 12,9 prósent Samfylkingu og 10,9 prósent VG. Krafa um sameiningu flokkanna verður þung í haust og vetur.

Katrín Jakobsdóttir formaður VG sýndi sig leiðtogaefni í nýafstaðinni kosningabaráttu á meðan Árni Páll gerði sig ekki. Eins og sýndi sig við stofnun Reykjavíkurlistans er sameiginlegur leiðtogi kröftugt lím sundurleitra vinstriafla.

Samfylkingin er ónýtara vörumerki en VG. Stóra mál Samfylkingar frá 2003, Evrópusambandið, er steindautt og lifnar ekki við næsta áratuginn. VG getur enn teflt fram umhverfismálum, jafnrétti og jöfnuði án þess að roðna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband