Miðvikudagur, 8. maí 2013
Útbrunnir blaða- og fjölmiðlamenn
Þriðjungur blaða- og fjölmiðlamanna er útbrunninn, samkvæmt könnun. Starfsbruni í fjölmiðlum helst í hendur þróun undanfarinna ára þar sem faglegum vinnubrögðum er fórnað fyrir áróðursstöðu eigenda sinna.
Um helmingur íslenskra fjölmiðla er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrrum Baugsstjóra. Jón Ásgeir komst til áhrifa í byrjun aldar þegar hann keypti Stöð 2 og Bylgjuna af Jóni Ólafssyni annars vegar og hins vegar endurreisti Fréttablaðið í slagtogi með Gunnari Smára Egilssyni.
Eina markmið Jóns Ásgeirs með fjölmiðlarekstri er að tryggja sína stöðu í valdabaráttu viðskiptalífs og stjórnmála. Það er ekki beinlínis uppskrift að metnaði blaðamanna eða góðum starfsanda.
Fjölmiðlafólk óánægðast bankafólk ánægðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er kurteislega orðað hjá þér Páll.
Slitastjórn Glitnis sagði að Jón Ásgeir og félagar hefðu tæmt bankann að innan.
Jón Ásgeir keypti fjölmiðla til að reyna að stjórna fjölmiðlaumfjöllun um sjálfan sig.
Til að tryggja að ekki væri fjallað um hans raunverulegu vinnubrögð.
Og þetta tókst alveg prýðilega.
Fjölmiðlar fjölluðu um bankaforkólfa eins og að þeir væru hinir sönnu stjórnendur landsins.
Bankastjórar komu með miklum hroka í fjölmiðla og skömmuðu ráðherra eins og hunda.
Og fjölmiðlarnir dönsuðu með.
Síðuhaldari Páll Vilhjálmsson er einn örfárra fjölmiðlamanna sem stóð upp sem fagmaður í fjölmiðlun.
Nær allir hinna brugðust almenningi, stétt sinni og sjálfum sér.
Viggó Jörgensson, 8.5.2013 kl. 15:55
Páll sem fagmaður?
LOLZ
Sleggjan og Hvellurinn, 8.5.2013 kl. 19:53
í samanburði gæti Páll þá verið Solzhenitsyn Íslands,stærð og snið jöfnuð kurteyslega.
Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2013 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.