Framsókn er samnefnari stjórnmálanna

Framsóknarflokkurinn er miðja íslenskra stjórnmála sem önnur pólitísk öfl hverfast um. Stöðu sinnar vegna getur Framsóknarflokkurinn bæði unnið til hægri og vinstri.

En ef forysta Framsóknarflokksins er læs á pólitík þá er óhugsandi annað en að í þessum umgangi verði mynduð samstjórn með Sjálfstæðisflokki.

Forysta Framsóknarflokksins hefur hingað til sýnt trausta dómgreind. Stórsigur í kosningum getur ekki annað en styrkt dómgreindina.


mbl.is Ætlar að ræða við alla formenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það má vona að XD verði ekki með neina stæla og sýni samvinnufýsi.

Þeir eru eflaust fleiri en  ég sem geta ekki hugsað þá hugsun til enda að Össur verði áfram utanríkisráðherra, Svandís umhverfisráðherra og Steingrímur J fjármálaráðherra.

Kolbrún Hilmars, 30.4.2013 kl. 14:15

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Tækifærissinni....

hilmar jónsson, 30.4.2013 kl. 14:15

3 identicon

Sæll Páll jafnan; sem og aðrir gestir, þínir 1

Síðan hvenær; hafa þjófsnautar, verið traustsins verðir, síðuhafi góður ?

Hvaða siðferðilegan rétt; þykist þú hafa - sem og margt skoðanasystkina þinna, að geta mælt með, og mært Sigmund Davíð Gunnlaugsson ?

Mann; sem heldur ENN hlífiskildi, yfir Samvinnutrygginga þjófunum - sem og því liði, sem einnig hnuplaði eignum fjölda Kaupfélaga, víðs vegar um landið, sem og Skipadeild Sambandsins, og öðrum eigum þess.

Hygg; að þú ættir að spara þér lofsyrða raupið, Páll minn.

Með kveðjum; samt,, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason,

fyrrum starfsmaður Kaupfélags Árnesinga (1980/1981 og 1991 - 1995)

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 14:17

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar, það er orðin heil kynslóð (eða tvær jafnvel)  sem hefur ekki hugmynd um hvað SÍS er - eða var.   :)

Bylgjan birti skoðanakönnun nú síðdegis, þar sem 55% af 4261 þátttakendum vill að framsókn og sjallar myndi stjórn.  Svona til viðmiðunar voru það aðeins  tæplega 16% sem  komu næst með annað stjórnarmynstur; framsókn,samfylking og besti.

Kolbrún Hilmars, 30.4.2013 kl. 17:12

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. Þetta er í raun rangt. Það að Framsóknarflokkurinn hafi einu sinni, í gamala daga, verið miðjuflokkur - hefur ekkert að gera með hvernig flokkur þetta er í dag.

Það er vel kunnugt að erfitt er oft að staðsetja flokka á línunni frá hægri til vinstri - en það er langt í frá að framsóknarflokkurinn sé staðsettur á miðjunni alveg sama frá hvaða perskektífi litið er á pólitísku línuna.

Í rauninni minnir Framsóknarflokkur nútímans talsvert mikið á Dansk Folkeparti sem er almennt skilgreindur sem right-wing populist flokkur.

Eg veit ekki hve vel fólk þekkir til Dansk Folkeparti - en eg er áhugamaðr um þann flokk - og líkindin eru sláandi. Bara allt yfirbragð og hvernig þeir representa sig. Þó öfgar danska fólkaflokksins gagnvart útlendingum séu mun vægari en hjá Framsókn eða með allt öðrum hætti.

Framsóknarflokkurinn er í raun lengra til hægri en Sjallaflokkur að sumu leiti. Framsóknarflokkurinn er alveg með sömu stefnu og hinn hægri sinnaði Sjallaflokkur í flestum málum - en sker sig frá varðandi öfgarnar og ofstopann ef útlendinga ber á góma.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.4.2013 kl. 17:42

6 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Kolbrún !

Gildir einu; góður orstír - sem einurð og heiðarleiki, er öllu Gulli og öðrum veraldlegum verðmætum æðri, eða svo kenndu mér Mongólar frændur mínir mér, að minnsta kosti, fornvinkona góð.

Bylgjan; endurspeglar sannarlega, þann Keltneska mengunar gróður, sem umvafið hefir íslenzkt samfélag; allt, frá öndverðunni, á árunum 670 - 874, og áfram, og alla þá þrælslund, sem einkennir þorra okkar samlanda því miður, Kolbrún mín.

Með; ekkert síðri kveðjum svo sem - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 17:47

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Aðeins nánar um hvernig framsóknarflokkur undir forystu Simmanns representar sig - að það er svona þjóðrembingslegt prump. Dansk Folkeparti hefur auðvitað annan bakgrunn en Framsókn og um allt annað land er að ræða. Þeir tengja sig td. mikið við Konungveldið oþh. - en það er sláandi að sjá Simmann og Framsókn reyna að gera það sama varðandi ,,kónginn" á nesinu hérna.

Almennt séð um efnið, Þá verður líklega að leyfa innbyggjurum, eða meirihlutanum, að teyga þennan kjánaþjóðrembingsdrykkdrykk í botn. Ganga þessa leið á enda.

Það er ekki nokkur leið að koma vitinu fyrir þá. Rök skipta engu, gögn og staðreyndir enn síður. Meirihluti innbyggjara fellur fyrir þjóðernislegu sætabrauði sem Framsóknarflokkurinn dekkar borð sitt með.

Framsóknarflokkurinn er vinna útfrá þjóðrembingi og fáfræði. það skiptir meirihluta innbyggjara ekkert máli nema það að útlendingar séu barðir í hausinn með kylfum og/eða haglabyssu.

Svo er bara sest að borði hlöðnu hnallþórum eins og í Kristnihaldi undir Jökli.

Framsóknarflokkurinn núna minnir soldið á frökenina sem sá um matinn í Kristihaldi undir Jökli. Hún bar aðeins tertur og sætabrauð á borð í öll mál. Svo stundi umboðsmaður biskups loks uppúr sér: Er ekki bara hægt að fá að borða hérna einhvern mat svo sem bara fisk!? Þá sagði frökenin eitthvð á þá leið: Ég ætti nú ekki annað eftir en að bjóða heldri mönnum fisk!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.4.2013 kl. 17:57

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar,  Gengis Khan og mongólaherinn hans hefði örugglega komið í góðar þarfir gegn útrásarvíkingunum okkar.  En þeir voru ekki tiltækir.  Löngu dauðir.

Nútímafólki hefur ekki verið skaffað neitt sér til varnar  nema pennann.  Og eitt atkvæði í kjörklefa á nokkurra ára fresti. 

Ekki núa okkur því um nasir hvað við erum fátæklega útbúin - því við eigum ekki kost á öðru.  

Kolbrún Hilmars, 30.4.2013 kl. 18:19

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Því miður sýndi Sigmundur Davíð ekki að hann væri sérstaklega læs á pólitíkina þega hann lét ORG plata sig til að verja flugfreyjustjórnina með jarðfræðinemanum falli og gera þessari ólukkans fráfarandi stjórn líf til ríflega fjögurra ára. N'u sskoppar hann í kring um vilja ORG eina ferðina enn - það er ekki góðs viti.

Þar fyrir utan getur ORG ekki skipt sér af myndun ríkisstjórna eins og Sigmundur Davíð greinilega telur. Hann talaði ekki við nokkurn fyrr en hann fékk „umboð” frá ORG til að tala við hina ! Pólitískt læsi hans virðist ekkert hafa batnað á ríflega 4 árum.

Engin ríkisstjórn þarfnast náðar ORG - en þarfnast náðar meirihluta Alþingis til starfa. ORG é ekki að vera að skipta sér af viðræðum stjórnmálamanna um það hvort þeir komi sér saman um ríkisstjórn með meirihluta Alþingis að baki sér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.4.2013 kl. 18:54

10 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Kolbrún !

Nútímafólk; á sér ýmis sóknar - sem varnartæki, en penna skrattann og lyklaborðið, sem betur fer, Kolbrún mín.

Arsenik - auk annarra eiturefna, til þess að vinna á andstæðingnum, ekkert síður, en hinar ýmsu útgáfur alls lags vopna, eins og við þekkjum, fornvinkona góð.

Þannig að; gnægð er valkostanna, ef út í væri farið, að nokkru, Kolbrún mín.

Með; sízt lakari kveðjum - en öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 19:55

11 Smámynd: rhansen

Rosalega fer það fyrir hjartað i sumum að enn noti sumir  almenna mannasiði  og fari að settum reglum ,eins og SD gerir og forsetinn ævinlefa að sjálfsögðu  .og segir mer það vissa sögu  hver tiðarandi er orðin her !, Eins og t.d. að fólkið i Landinun og svo maður tali ekki um Sjálfstæðismenn og Samfylkingar sem "ÆTLA"  að ráða hvernig STJORN verður mynduð .hvernig hun vinni 0g hvað langann liftima henni se skammtaður ef hun leysi ekki öll mál á fyrstu viku . Eg man ekki að siðasta stjórn sæti á einhverju -"skilorði "sem hún hefði þó kanski þurft og varð til að Sigmundur illu heilli bauð fram aðstoð sina sem hann fekk svo hnifana i bakið úta ! og nu er Bjarni Ben bara hroki og segir það ekki vilja sjálfstæðis manna að ræða við þá sem eru að tala við aðra ..Þetta er eins og afbryðisöm stelpa ! eru þetta stjórnmál .....þetta kalla eg valdhroka ...og ekki fysilegt til samstarfs !

rhansen, 30.4.2013 kl. 22:08

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ómarr það er úr miklu að moða ef við vitnum í Laxness. Mér er hlátur í huga,er minnist sveitunga hans sem voru að smala þegar skáldið var í heilsubótargöngu hundlausir og líktu eftir gelti. Skáldið sagðist hafa komist við og lánað þeim hundinn sinn. Það þarf að leita langt út fyrir ,,Kragann,, í leit að almennilegum smalahundum,þess vegna líkja menn í dag eftir þeim!!

Helga Kristjánsdóttir, 1.5.2013 kl. 05:19

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er bara óskandi að hann virði lýðræðislega niðurstöðu þessara kosninga. Annars stefnum við í áframhaldandi upplausn og stjórnarkreppu næstu 4 ár. Hann er fremstur ábyrgur fyrir setu fráfarandi ríkistjórnar og fullreynt hvað það gefur af sér. Nú hefur hann skýra skyldu gagnvart umbjóðendum sínum, sem ekki á að vera möguleiki að misskilja þótt ég hafi áhyggjur nú af því að það sé raunar tilfellið.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2013 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband