Ný rök fyrir evru-hruni

Könnun sem leiddi í ljós að Meðal-Þjóðverjinn er fátækari en Meðal-Jóninn á Kýpur, Spáni, Portúgal og Ítalíu vegur þungt í þýskri umræðu um stuðning við kreppu-ríki evrunnar. Ástæðan fyrir þessari hlutfallslegu fátækt er að langtum færri Þjóðverjar eiga húsnæði sitt en íbúar Suður-Evrópu.

Könnunin leiðir til harðari andstöðu við að þýskt skattfé sé notað til að bjarga lífskjörum í Suður-Evrópu. Í þýska stjórnkerfinu eru tillögur um að eigendur innlánsfjár í fjármálastofnunum kreppu-ríkja borgi í auknum mæli björgunarpakka fyrir ríkissjóði og bankakerfi viðkomandi ríkja. Þetta var gert á Kýpur sem verður þá sniðmát fyrir frekari björgunaraðgerðir.

Umræðan ein og sér mun valda stórfelldum fjármagnsflutningum frá jarðarríkjum ESB inn í kjarnaríkin. Ríkir íbúar Suður-Evrópu flytja peningana sína í banka í Hollandi, Þýskalandi og Austurríki til að þeir verði ekki teknir eignarnámi.

Og það sem meira er: þeir ríkustu eru að jafnaði hörðustu stuðningsmenn evrunnar og ESB. Evran hefur nefnilega sé til þess að þeir halda auði sínum á meðan fátækir samborgarar þeirra blæða. Stuðningur ríka fólksins við evru og ESB mun fara þverrandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband