Framsókn er uppreisnin frá miðju

Miðjan í íslenskum stjórnmálum gerir uppreisn, bæði gegn óendursiðvæddum Sjálfstæðisflokki með dæmigerðar hægrilausnir og gegn óreiðuvinstrinu sem boðar förgun fullveldisins.

Framsóknarflokkurinn er valkostur þeirra sem hafna öfgum til hægri og vinstri og vilja fá stöðugleika með ábyrgð og ráðdeild í fyrirrúmi.

Mið-Ísland kýs Framsóknarflokkinn.


mbl.is Framsókn fengi 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Það er svo sannarlega ekki uppreisn í gangi gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins í þjóðmálum og lausnir á því sviði. Eina ástæðan fyrir frjálsu falli XD er að þeir hafa ekki nægjanlega trúverðuga afstöðu til ESB. Geri þeir hollustueið til Fjallkonunar því fyrir henni slær hjarta sannra Sjálfstæðismanna þá mun þeir ná aftur í fyrrum fylgi sitt. Menn hafa beðið átekta og viljað sjá til en engin hollustueiður hefur verið gefin út. Hvað eru menn að hugsa upp í Valhöll? VAKNIÐ!!

Sólbjörg, 5.4.2013 kl. 07:43

2 Smámynd: Sólbjörg

Fékk lánað frá vinkonu minni Helgu Kristjáns tilvísun um hollustueið til Fjallkonunar. Samlíkingin lýsir svo vel djúpri ást á sjálfstæði okkar sem þjóð og hve dýrmætt það er að tapa aldrei sjálfstæði þjóðarinnar.

Sólbjörg, 5.4.2013 kl. 07:49

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Alltaf húmor í mínum. "stöðugleika með ábyrgð og ráðdeild" segir þú Páll, en minnist ekki á hvaðan 90% lánin komu. Heldur ekki á hver var bankamálaráðherra þegar bankarnir voru seldir. Gjörning sem Sjálfstæðisflokknum er sífellt legið á hálsi fyrir.

Það sem þessi könnun sýnir er að kjósendur eru enn tilbúnir að trúa á töfralausnir rétt eins og þegar þeir trúðu að gleðigosarnir í útrásinni væru snillingar eða að Steingrímur og Jóhanna væru bjargvættir velferðarinnar.

Ragnhildur Kolka, 5.4.2013 kl. 09:34

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Rétt hjá þér, Ragnhildur. En Framsóknarflokkurinn er búinn að losa sig við flesta hrunverjana, - a.m.k. úr þingliðinu.

Páll Vilhjálmsson, 5.4.2013 kl. 10:35

5 Smámynd: rhansen

,Eg held að fólk se ekki að hugsa um töfralausnir núna ,heldur horfi til framtiðar um að vilja vinna saman að betra þjóðfelagi ..Og það sem mjög margir telja sig sja er að Framsókn vill vinna með fólki ,,marka stefnu og stöðuleika til framtiðar af festu og getur talað af þvi að Flokkurinn hefur endurnyjast og gengur fram endurnærður með ny sjónarmið byggð þó á gömlum gildum sem "ALDREI"ma kasta fyrir róða !..það er kanski væmið að segja .....I gömlu gildunum slær Islenska hjartað og þar vill stærsti hlutur fólks vera ..og það er það sem Framsókn hefur náð sambandi við !

rhansen, 5.4.2013 kl. 10:51

6 Smámynd: Sólbjörg

Eins og þú segir rhansen, stundum þarf að vera smá væmin til að það skiljist hvað ræður ákvörðunum fólks. Í umræðum fólks kemur fram að það er nýtt fólk í brúnni hjá Framsókn sem er ekki hrætt við að standa með sinni stefnu; Ekkert ESB.

Sólbjörg, 5.4.2013 kl. 12:29

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Menn eru að flýja XD í hrönnum eftir heimskulega og þjóðrembulega stefnu gagnvart evrópustofu

Sleggjan og Hvellurinn, 5.4.2013 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband