Risastóra vinstrimótsögnin - þjóðin bjartsýn en fyrirlítur ríkisstjórnina

Á Íslandi er sama og ekkert atvinnuleysi, hægur en öruggur hagvöxtur og þjóðin er bjartsýn á framhaldið. Undir venjulegum kringumstæðum ætti sitjandi ríkisstjórn að njóta góðs af þessu árferði.

En það er öðru nær; þjóðin fyrirlítur ríkisstjórnina - samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna rétt slefar yfir tuttugu prósent.

Risastóra vinstrimótsögnin er þessi: hvers vegna njóta vinstriflokkarnir ekki þess að þjóðin er sátt og bjartsýn?

Stutta svarið er að fólk veit að staða Íslands er ekki ríkisstjórninni að þakka heldur er gott árferði þrátt fyrir vinstrimeirihlutann. Ef ríkisstjórnin hefði fengið að ráða værum við búin að samþykkja Icesave-skuldina og komin inn í Evrópusambandið.

Aldrei í sögunni hafa jafn margir vinstrimenn klúðrað málefnastöðu sinni jafn afgerandi og forystulið Samfó og VG kjörtímabilið 2009 - 2013. Þetta lið er gersamlega úr takti við meginstrauma þjóðfélagins en þess háðara kverúlantakimum samfélagins þar sem einn hópurinn vill ESB-aðild, annar nýja stjórnarskrá og sá þriðji leggja sjávarútveginn í rúst.

Formaður Samfylkingar toppaði tæra heimsku forystuliðs vinstrimanna þegar hann sagði í sjónvarpsútsendingu að evran væri mannréttindi. Jú, Árni Páll, sagði að evran væri mannréttindi í sömu andrá og stórfelld eignaupptaka stendur yfir í evru-ríkinu Kýpur. 

Árni Páll telur þjófnað vera mannréttindi. Og formaðurinn er lögfræðingur. Þetta er óborganlegt. 

 


mbl.is Neytendur bjartsýnir á næsta hálfa árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Mikil ósköp hljóta þessi EVRU mannréttindi hans Árna Páls að vega þungt og skiptm miklu máli hjá þeim þremur milljónum sárafátækra Spánverja sem nú fá daglega matqargjafir frá Rauða Krossinum og öðrum hjálparsamtökum.

Þetta jafngillti því hlutfallslega að yfir 20.000 sárafátækra íslendinga væru daglega háðir matargjöfum úr Súpueldhúsum hjálparstofnana.

ESB og EVRU staurblinda Árna Páls á sér enginn takmörk.

Gunnlaugur I., 27.3.2013 kl. 00:16

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Tal Árna Páls um mannréttindi snýst reyndar ekki um annað en að hann segir að það séu mannréttindi að heimilin fái að skulda í sama gjaldmiðli og þau hafa tekjur í. Meðan við höldum áfram með þá sveiflukenndu örkrónu sem við höfum þá þarf fólk að velja milli þess að skulda í verðtryggðri krónu meðan tekjur þess eru í krónum eða vera með himinháa vexti. Það er lítil von til þess að þetta breytist. Þetta hefur hins vegar ekkert með Evruna sem slíka að gera heldur aðeins að tekinn verði upp traustur gjaldmiðill hér á landi hver sem hann verður. Hins vegar er eina lausnin í því máli í sjónmáli sú að ganga í ESB og taka upp Evru.

Þær framfarir sem hafa orðið hér á landi eru ekki komnar út úr engu. Þetta er árangur góðrar stjórnar núverandi ríkisstjórnar í efnahagsmálum en ekki þrátt fyrir hana. Ástæað þess að ríkisstjórnin nýtur þess ekki er einfaldlea sú að hún hefur orðið undir í áróðursstríðinu þar sem spunameistarar stjónarandsjðuflokkanna hafa náð því að fá fólk til að halda að svart sé hvítt og að hvítt sé svart.

Sigurður M Grétarsson, 28.3.2013 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband