Endalaus vangeta vinstriflokkanna

Forsætisráðherra getur ekki ákveðið hvort þingi skuli ljúka ,,á morgun 22. mars eða síðar."

Hvernig væri nú að ákveða hvenær þinghaldi skuli frestað áður en þingsályktun er lögð fram?

Eða er Jóhanna Sig. alveg óvart að auglýsa handónýta verkstjórn?

 


mbl.is Jóhanna leggur til þingfrestun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hnaut um þetta eða síðar. Það fór nú ekki framhjá mér í dag á þingpöllum Alþingis hve ástandið er orðið skaðlegt. Það hlýtur að vera niðurdrepandi,að vinna við slíkar aðstæður. Ég gat talið þá sem voru inn í sal,á fingrum annarar handar.Vigdís hafði orð á þessu í pontu og nefndi þá sérstaklega manneskjur úr stjórnarliðinu. Í sömu andrá stakk Álfheiður sér inn um gættina og greip fram í,að hún væri hér,Vigdís bað fundarstjóra um næði til ljúka máli sínu,annað var vonlaust meðan á þessu gekk. Á þessum tíma voru 5 í sal ,með forseta og þingritara. Svo það fór eins og í barnaþulunni; Einn fór í fýlu og eftir voru fjórir.

Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2013 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband