Kópavogur styður Árna Pál

Samfylkingarfélagið í heimabæ Árna Páls styður hann en flestir aðrir flokksfélagar eru á móti formanni Samfylkingar, ef marka má viðtökurnar sem hann fær í þingliði og bloggsveit Samfylkingar.

Lúðvík Geirsson og Hafnarfjöður eru á móti Árna Páli og sömuleiðis Jóhanna Sigurðardóttir og Reykjavík. Þá er landsbyggðin ekkert sérstaklega hrifin af formanninum.

Engin furða þótt Árnir Páll sé af þeim stuðningsmönnum sem eftir eru hvattur til að ljúga.


mbl.is Lýsa yfir stuðningi við Árna Pál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Býr Árni í Kópavogi? Held að hann búi í Hlíðunum. En þetta ætti náttúrulega blaðamaður sem vill fara rétt með og ekki "ljúga" að kanna áðru en hann bloggar! Og ég bendi á að væntanlega mundi þá fólk segja sig úr flokknum ef það er á móti formanninum. Þó fólk sé ekki allir sammála um frumvarpa að nýrri stjórnarskra þá stendur það væntanlega að baki formanninum. Annars hefur það nóg af öðrum flokkum að snúa sér til.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.3.2013 kl. 09:52

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þetta ekki sama og Íslendingar erlendis kalla Ísland heimaland sitt,þá er fjallað um þá sem Íslendinga. Hún verður seint uppfyllt heitasta ósk Samfylkingar að Íslendingar kallist Evrópumenn,basta.

Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2013 kl. 11:41

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Páll. Ef þú áttar þig ekki á því að grein Karls var kaldhæðni þá er þér ekki við bjargandi.

Það þarf reyndar að snúa all verulega út úr greininni til að fá út að verið sé að hvetja Árna Pál til að ljúga. Það er verið að segja það að það hefði verið miklu þægilegra fyrir hann að gera það heldur en að koma hreint fram og segja sannleikann. Þarna er með kaldhæðni verið að benda á þetta og hrósa um leið Árna fyrir að koma heiðarlega fram.

Sigurður M Grétarsson, 19.3.2013 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband