Laumukönnun Samtaka iðnaðarins: 70 prósent andvíg ESB-aðild

Samtök iðnaðarins birtu á heimasíðu sinni könnun á afstöðunni til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Ekki var farið hátt með könnunina enda eru starfsmenn samtakanna hallir undir ESB og niðurstöðurnar eru ekki þeim að skapi.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að 70 prósent þjóðarinnar er andvígur aðild að ESB og meirihlutinn vill afturkalla umsóknina.

Allar kannanir frá 2009, þegar umsókn Samfylkingarinnar var naumlega samþykkt á alþingi með atkvæðum VG-þingmanna, sýna að meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild að Evrópusambandinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband