Samfylkingin berst fyrir málstað ríkustu Íslendinganna

Milljón króna fólkið, það eru fjölskyldur með milljón og meira í mánaðartekjur, er ákafast í stuðningi við aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt könnun Capacent. Þetta einkenni ESB-sinna, að vera ríkt og vilja fórna fullveldinu, er margstaðfest í könnunum.

Samfylkingin hefur til þess farið hljótt með þessa staðreynd enda dálítið undarlegar, svo ekki sé meira sagt, að jafnaðarmannaflokkur berjist fyrir hagsmunum þeirra ríkustu. En þar sem almenningur snýr baki við Samfylkingunní þúsundavís, flokkurinn mælist með 12,8 prósent fylgi, þá er öllu tjaldað til.

Karl Th. Birgisson er talsmaður Árna Páls formanns Samfylkingar. Karl gengur beint til verks og spyr með nokkrum þjósti hvers vegna efnafólk í Sjálstæðisflokknum styðji ekki Samfylkinguna.

Félagsbróðir Karls, Björgvin G. Sigurðsson hinn lánlausi fyrrum viðskiptaráðherra hrunstjórnarinnar, undirstrikar samstöðu Samfylkingar með milljón króna fólkinu með sérstakri yfirlýsingun utan dagskrár alþingis í gær. Björgvin sagði straumhvörf hafa orðið í ESB-umræðunni þegar Björgólfur Jóhannesson formaður Samtaka atvinnulífsins sagðist vilja klára ESB-ferlið.

Samfylkingin, með frjálshyggjuformanninn Árna Pál Árnason í fararbroddi, er ekki lengur jafnaðarmannaflokkur. Samfylkingin berst fyrir hagsmunum auðugustu heimila landsins.

 


mbl.is Meirihluti áfram andsnúinn aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Allru almenningur og ekki hvað síst þeir lakast settu hagnast á ESB aðild Íslands. Bæði lækkun matarvarðs og lækkun vaxta sem mun leiða af ESB aðild kemur sér vel fyrir efnaminni fjölskyldur. Aukin erlend fjárfesting sem hefur verið fylgifiskur aðildar hjá öðrum smáríkjum mun auka hér hagvöxt og þar með bæta kjör launafólks.

Það er því út í hött að halda því fram að með því að berjast fyrir ESB aðild sé sérstaklega verið að gæta hagsmuna þeirra ríku.

Svo er það alls ekki svo að með ESB aðild sé verið að fórna fullveldinu. ESB er ekkert annað en samstarfsvettvangur 27 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu með það að markmiði að bæta lífskjör almennings í öllum aðildrríkjum þess og hefur náð mjög góðum árangir í því. Vissulega er ekki hægt að þakka ESB allan þann lífskjarabata sem orðið hefur í Evrópu frá stofnun forvera bandalagsins en það á mjög stóran þátt í því.

Sigurður M Grétarsson, 10.3.2013 kl. 10:43

2 Smámynd: rhansen

Samfó ,rik millistett og snobb sem ekkert hugsar nema um sig og sina eins og reyndar allstaðar þar sem um stettaskiptinu er að ræða og einmitt til að auðgast á fátæklingnum !.... ESB ? ? er það ekki bara nokkurskonar Samfó ...það held eg !! Og synist það  eftir þvi sem lengra liður .;(

rhansen, 10.3.2013 kl. 12:15

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þjóðremba og fasismi byggir alltaf á að geta keyrt upp stuðning frá þeim sem hafa lægst þekkingar- og menntastig. Það sannast hér eina ferðina enn. Lang mestur stuðningur við Evrópu-hatursáróður Heimssýnar og einangrunarhyggju Kaldastríðs-BjörsBj með stóryrðum um svikara og landráðamenn kemur úr röðum þeirra sem minnsta þekkingu og menntun hafa — eins og alltaf allur stuðningur við fasisma.

Helgi Jóhann Hauksson, 10.3.2013 kl. 13:52

4 Smámynd: Elle_

Orðin 'einangrunarhyggja, fasismi, þjóðremba' notuð einu sinni enn af Brusseldýrkanda.  Heimskutal og stóryrði sem heyrast endalaust frá Samfóliðinu gegn fullveldissinnum.  Þar sem vantar orðaforðann og rökin.  Vorum við nokkuð að tala um þekkingu og vit?

Elle_, 10.3.2013 kl. 18:04

5 Smámynd: Elle_

Brusselrembingurinn Helgi hin lærði og vitri ætti að skýra það með rökum fyrir VITI BORNU FÓLKI hví í veröldinni það kallast af Samfórembingum eins og honum að vera 'einangrunarsinni' að vilja ekki lokast inni í 8% svæði gamalla evrópskra heimsvelda.russelrembingurinn Helgi hinn lærði og vitri og víðsjárverði, ætti að prófa að skýra með rökum hvernig það getur kallast 'einangrunarsinni' að vilja ekki vera undir yfirstjórn Brussel, lokaður inni í 8% svæði heims með nokkrum evrópskum heimsveldum.

Elle_, 10.3.2013 kl. 19:15

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar erum við Íslendingar 0,0046% af heiminum Elle, svo 8% væri 2000 sinnu meira og sum okkar vilja hafa fullan aðgang að 2000 sinnum stærri hluti heimsins en litla lokaða Ísland er — þeim hluta hans sem næst okkur stendur — að hann sé opinn okkur og börnum okkar — og að við setjum okkur sömu reglur um viðskipti og neytenda- og umhverfisvernd og þessi hluti heims sem næstur okkur er og er nú fremstur á þessum sviðum í veröldinni.

Helgi Jóhann Hauksson, 10.3.2013 kl. 22:34

7 Smámynd: Elle_

Já, sum ykkar viljið þangað inn, en 70% þjóðarinnar vill það bara ekki.

Og endilega ættirðu, Helgi, að sleppa því að vera einn af þeim röklausu sem kalla okkur einangrunarsinna, fasista og þjóðrembinga og sakar okkur um hatur fyrir að vilja standa utan þessa 8% svæðis og vera frjáls að gera okkar milliríkjasamninga við hin 92% heimsins og vera laus við yfirráð nokkurra yfirgangsvelda.  Nákvæmlega ekki neitt.  Og það var satt hjá RHansen að ofan að þeir eru nokkurs konar Samfó.  Sama frekjan og yfirgangurinn í öllu.

Ætlaði ekki að endurtaka mig þarna 19:15.  Veit ekki hvað gerðist þarna.

Elle_, 10.3.2013 kl. 23:09

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hver er aðgangur okkar og réttur í ríkjum utan ESB? — nánast enginn — jafnvel ekki í USA — og höfum við sýnt heiminum að við höfum nokkurn minnst áhuga á að opna Ísland fyrir heiminum? — Hvernig gengur Asíubúum eða Afríkubúum að fá vegbréfsáritun til Íslands? — svo ekki sé talað um að flytjast til íslands? Eru það ekki við sem lokum okkur fyrir heiminum?

ESB hefur hinsvegar sendiráð í meira 130 ríkjum og gætir þar réttinda ESB búa eða í nær öllum ríkjum heims og þau verða okkar sendiráð eftir því sem við viljum með aðild, þá hefur ESB hefur viðskiptasamninga og samninga um aðgengi við svo gott sem öll ríki verlaldar. ESB aðild opnar okkur heiminn en lokar engu.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.3.2013 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband