Þjóðarviljinn birtist 27. apríl

Í næsta mánuði er stóra tækifæri þeirra sem telja skipta sköpum að fá nýja stjórnarskrá. Stjórnlagaráðsmennirnir Þorvaldur Gylfa og vinir eru tilbúnir með framboð hvers meginmál er ný stjórnarskrá. Margrét Tryggva, Þór og Birgitta geta hoppað á þennan vagn ef þau raunverulega meina það sem þau segja; að ný stjórnarskrá sé mál málanna.

En þjóðin hefur fjarska lítinn áhuga á nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs, það sást í kosningaþátttökunni í ólögmætu kosningunum til stjórnlagaþins og það sást aftur í skoðanakönnun um tillögur ráðsins sem raunar var kölluð þjóðaratkvæðagreiðsla.

Rökin fyrir nýrri stjórnarskrá halda ekki vatni. Stjórnarskráin kom hvergi nærri hruninu; öll grunnréttindi almennings eru tryggð í núverandi stjórnarskrá. Stjórnskipunin stóðst hrunprófið, það sýnir nýfengin reynsla. Og, já, stjórnarskrá lýðveldisins tryggði okkur möguleikann á því að hafna Icesave-ólögum ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. Það er einfaldlega ekki hægt að fara fram á að stjórnarskrá geri meira.

Hávaðinn síðustu daga um stjórnarskrármálið er bundinn við fáeina þingmenn sem ekki sjá fram á endurkjör í lok apríl. Þeir vita að klukkan glymur þingferlinum. Þjóðarviljinn lætur ekki að sér hæða.


mbl.is Telur málið geta dagað uppi í þingnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er orðið ljóta klúðrið allt saman og ekki laust við að síðustu 4 ár hafi verið stríð hjá meirihluta Þjóðarinnar gegn sitjandi Ríkisstjórn...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.3.2013 kl. 07:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er rétt Ingibjörg og lokaorustan er hafin !!!

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2013 kl. 09:56

3 Smámynd: rhansen

Og lokaorustan verður sundrung ,engin samstaða og engin Rikisstjórn i vor ....

rhansen, 8.3.2013 kl. 11:20

4 Smámynd: Sólbjörg

Ríkistjórnin virðist ekki hafa áhuga á neinu öðru en þessari stjórnarskrá, öfugt við þjóðina sem hefur engan áhuga. Í stjórnarskrá frumvarpinu sem er eins og veisluterta skreytt með fögrum lýðræðisréttindum og þjóðareignarfánum leynist inn í tertunni hinn eftirsótti lykil sem veitir evrópusambandinu aðgang og full stjórnarfarsleg yfirráð yfir Íslandi og auðlindum okkar ásamt fiskimiðum okkar.

Eins og í öllum ævinstýrum eru að sjálfsögðu há verðlaun veitt öllum þeim sem tekst að koma gulllyklinum væna í hendurnar á evrópusambandinu. Því keppast menn sem ólmir að lofsyngja lýðræði og þjóðarviljann eins og í sönnum verðlaunakeppnum enda til mikill að vinna. Til mikils að vinna fyrir útvalda á kostnað þjóðarinnar og framtíð barna okkar. Flóknara er þetta ekki. Sé engan frjálshyggu kapitalsauðvaldsinna komast með tærnar í mílu nálægð við "þjóðarvilja" ríkistjórnarinnar og hjálparkokka hennar að allt er falt fyrir vald og fé.

Sólbjörg, 8.3.2013 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband